Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1945, Qupperneq 97
HAGNÝTING KJARNORKUNNAR 277 eindasprenginganna, þannig að hvað eykst af öðru, framleiðsla nevtrónanna og sundrun nýrra kjarna. Þessi uppgötvun virðist nú óhugnanleg í meira lagi. Ef þessu héldi áfram, mundu sprenging- arnar hreiðast út með eldingarhraða og allur jarðhnötturinn sundr- ast í einni svipan og breytast í feiknarlegt hvítglóandi þokuský. Þetta er það, sem eðlisfræðingar hafa löngum óttazt öðrum þræði, að verða mundi, ef mönnum tækist á annað borð að losa um kjarnorku frumeindanna. Sú tilgáta hefur jafnvel verið borin fram, að ný- stirnin, sem slundum sjást blossa upp á himinhvelfingunni, eigi sér þær orsakir, að vísindamenn á byggðum hnöttum annarra sólkerfa hafi hætt sér of langt í slikum lilraunum. En það má nú telja full- sannað, að á þessu sé í raun og veru engin hætta. Astæðan er þessi: Hæfileiki nevtrónanna til að sundra frumeindakjörnunum er ekki mikill, nema því aðeins að hraði þeirra sé lítill. Því hraðfleygari sem þær eru, því meir dregur úr hæfileika þeirra til að brjóta kjarn- ana. Þegar nú kjarnarnir sundrast og gefa frá sér aragrúa hægfara nevtróna, sem sundra svo æ fleiri kjörnum, losnar æ meira orku- magn, en því heitara verður efnið jafnframt. Því heitara sem efnið verður, því meiri verður hraði nevtrónanna, en eins og áður er sagt, minnkar hæfileiki þeirra til að sundra frumeindakjörnunum, eftir því sem hraðinn eykst. Eftir skamman tíma er hraði þeirra orðinn svo mikill, að þær megna ekki framar að vinna á kjörnunum, og sprengingunni er þar með lokið. En víst er það mikil heppni, að þetta skuli vera eðli þessara smáagna. En þó að ekki virðist hætta á, að mönnum takist að sundra hnett- inum í frumagnir sínar, getur ekki hjá því farið, að fregnin um lausn kjarnorkunnar slái nokkrum óhug á hugsandi menn, því að vel væri þessi uppfinning þess um komin, ef henni yrði misbeitt, að eyða mannkyninu sjálfu eða að minnsta kosti tortíma svo miklu af verðmætum mannfélagsins, að menningin ætti sér naumast viðreisn- ar von framar. Þessi uppfinning ætti að sýna mönnum fram á, að lífsskilyrði mannkynsins og menningarinnar er nú það, að aldrei framar komi til styrjaldar. Þetta virðist líka farið að verða flestum mönnum Ijóst, og ef sá skilningur verður lil frambúðar, mætti svo fara, að þetta ægilegasta vopn, sem maðurinn hefur nokkru sinni fundið upp, yrði til þess að efla friðinn í heiminum. Og læri mann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.