Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 4
210 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Tímarit Máls og menningar sér skylt að þessu tilefni að' nefna, með þakklæti og virð- ingu, nafn lians vegna þjóðrækni hans og djarfmannlegs atgervis í sjálfstæðisbaráttu Islendinga liinni nýju og hins brennandi menningaráhuga sem hann hefur einatt sýnt, og ekki sízt vegna þeirrar ástar sem hann ber til bókmennta og lista, og til sögu þjóðarinnar. I afmælishófi sem Einari var haldið mælti Halldór Laxness á þá leið að það hafi verið íslenzkri verklýðshreyfingu mikil gifta að foringi jafn andlega víðsýnn sem Einar skuli hafa mótað menningarstefnu hennar fyrsta áfangann og sérflagi hafi það verið bókmenntum vorum fengur og örvun rithöfundum og öðrum listamönnum sem starfa vilja með verklýðshreyfingunni að þar var foringi sem unni menntun og skáldskap af svo djúpum hug. Og Halldór beindi þeirri áskorun til verkamanna, og þá einkum sósíalista, að láta þá andlegu víðsýni og menningarást sem einkennt hafi Einar vera leiðarljós sitt framvegis. I ritgerð sem Einar hefur nýlega skrifað í Rétt og liann nefnir Einvígi íslenzks anda viS amerískt dollaravald lýsa sér, fyrir utan heina stjónmálaþekkingu, þeir kostir sem gera Einar að svo miklum foringja í þjóðfrelsisbaráttunni nú. Hetjulund hans og þjóðarmetnaður gneista af hverri setningu, og trú hans á Islendinga, gáfur þeirra og andlega yfirburði. Hann á glóðheitt skap sjálfur en sækir auk þess eldinn í haráttusögu þjóðarinnar, í orð skálda og rithöfunda, í ljóð Stephans G., Þorsteins, Einars, Matthíasar, til að kveikja með þjóðarstolt, ættjarðarást og áræði í brjósti nútíma íslendinga; og mætti ætla að það væri dauður íslendingur sem ekki vaknaði við raust hans. En Einar er ennfremur einn af þeim fáu sem af þekkingu og víðsýni skilur gildi nútíma skáldanna, nútíma listamanna á íslandi í þjóðfrelsisbaráttunni sem verið er að heyja í dag. Hann er einmitt að sýna í þessari grein sinni í Rétti að átökin um það hvort íslendingar vinna sjálfstæði sitt eða ekki standi nú á sviði andans, á vettvangi menningar, bókmennta og lista. Nú sé það íslenzkur andi, skáld og menntamenn íslands, ásamt verkalýðsstéttinni, andlegu hugrekki hennar og fé- lagslegum þroska, í samstarfi við aðra heilbrigða krafta með þjóðinni, sem ráði úr- slitum um hvort Bandaríkjunum tekst með aðstoð dollara sinna og auðstéttarinnar á íslandi að leggja þjóðina sem landið að fótum sér. Og Einar Olgeirsson hefur þá staðföstu trú að íslenzkur andi muni sigra í þessum átökum. Það mætti spyrja: hvaðan kemur mönnum sem Einari kjarkur til að trúa enn á ís- lenzka þjóð? íslendingar hafa árin 1946, 1948, 1949, 1951 beðið hvem ósigur öðrum meiri. Við höfum fundið landið vera að sökkva undir fótum okkar. Við höfum séð samlanda okkar í æðstu stöðum ganga til, hvern af öðrum, og opna hliðin upp á gátt fyrir amerískum herjum og morðtækjum, séð þá afhenda landið, ofurselja þjóðina, fyrst í laumi, síðan opinskátt með hroka og drambi. Hvað rnega sín íslendingar lengur í landi sínu? Hverju ráða þeir, í stjórnmálum, atvinnumálum, fjármálum? Hver stjórnar þjóðinni, liver ræður yfir landinu? Eru ekki bandarísk vopn látin tala á íslandi, amerískt fjármagn, amerískt „gjafafé"? Hvað má sín íslenzkt mál? Hvað mega sín Ijóðin, sögurnar, andinn íslenzki gegn valdi vopna og dollara? Ilvar er sú þjóð íslenzk er vakið getur trú og traust? Hvar eru þær áhrifastofnanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.