Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 118
324 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Gísli hefur sjálfsagt verið ónýtur í dönskura lögum, en á öðrum efnum, er- lendum tungumálum og bókmenntum, er þekkingin mikil hjá tvítugu ung- menni. Það mun ekki ofmælt sem útgef- andi segir í inngangi, að æskuverk hans séu „í flokki þess snjallasta sem gert hefur verið á íslenzku af mönnum á lík- um aldri.“ En lífsreynsla hans og mennt- un eru meiri en aldur stendur til, og þess vegna gægist barnið út úr dagbók- inni og öðrum verkum hans frá þessum tíma. Eins og gefur að skilja er dagbókin framar öllu heimild um höfundinn sjálf- an og skiptir mestu máli fyrir þá sem leggja hug á Iiann og verk hans. En hún er skrifuð á örlagastundu íslenzku þjóð- arinnar, og þar her fyrir augu marga þá menn sem höfðu á þessum tíma eða síð- ar meir djúp áhrif á menningu þjóðar- innar og baráttu til sjálfsforræðis. Af þeirri sök er þessi bók öndvegisrit í sögu íslendinga — og er sagan ekki allt? spyr höfundur sjálfur á einum stað. Við hefð- um reyndar kosið að hann hefði sagt miklu rneira frá félögum sínum og öðr- um kunningjum, lýst skoðunum þeirra, haft orð þeirra eftir og lagt á þá sinn dóm, jafnvel þótt stundum hefði orðið sleggjudómur eins og sumt af því sem sagt er um menn í dagbókinni. Mörgum af þeim sem hér koma við sögu kynn- umst við aðeins að nafninu til, og af öðrum bregður fyrir stöku leifturmynd- um. En við tökum fegnir því sem sagt er; af því efniviðurinn er svo merkileg- ur þá er fengur að hverjum drætti sem í liann er ristur. Og margt má læra af því að fylgja Gísla Brynjúlfssyni á flökti hans, fleira en það sem sagt er berum orðum. Saga hans er líka saga margra annarra ungra manna sem leit- að hafa menntunar í önnur lönd, ekki sjaldnast til borgarinnar við Eyrarsund, átt þar heima árum saman, einmana í allri mannmergðinni, dreifðir af hinum margvíslegu áhrifum, sinnulitlir við námið, en ná þó ef vel tekst til sæmi- legu jafnvægi að lokum og láta sér þá árangurinn vel líka. Flesta daga rápar Gísli niður á kaffistofu Mjóna og kem- ur þar sjaldan að tómum kofunum, það eru fleiri stúdentar en hann sem hafa „sleppt að heyra“ Bornemann og Gram. Það þætti víst ekki efnilegt ef stúdent- ar við háskóla Islands væru aðrir eins ógnar slæpingjar, sætu við kaffiþamb og dagblaðalestur árum saman unz þeir skriðu gegnum emhættispróf eða hættu með öllu að látast stunda nám. En í daghók Gísla má líka finna skýringu á því að þeir gömlu menn dugðu eins vel og raun ber vitni þrátt fyrir allt skrópið. Gísli er orðinn fjölmenntaður maður tuttugu ára gamall af því að gleypa í sig í belg og biðu erlendar bækur, blöð og tímarit, auk íslenzkra bókmennta sem síðar urðu aðal viðfangsefni hans. Sama máli hefur gegnt um marga af jafnöldr- um hans, sem hafa ávaxtað sitt pund með verkum vel þótt þeir hefðu ekki háar einkunnir úr háskóla. Síðan hefur margt hreytzt, og nú væri sjálfsagt hvorki væn- legt né æskilegt að stúdentar fetuðu í þeirra spor. En hollt er að minnast þess, að fleiri hafa verið hlutgengir en exam- ensmenn okkar stálhörðu vélaaldar. Eiríkur Hreinn Finnbogason hefur búið bókina vandlega til prentunar og ritað inngang og skýringar við livern dag, og er mikil stoð að þeini, því Gísli hefur ekki haft ófróða lesendur tuttug- ustu aldar í liuga þegar hann ritaði dag- hók sína. Eg liefði kosið að skýringarn- ar hefðu verið nokkru fyllri, sumt er lát-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.