Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 88
294
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
augum, meta rök hennar samkvæmt þeim örlögum sem yfir söguhetj-
urnar dynja.
Þetta er aöal mikils skáldskapar. Ég þarf ekki að lýsa því hvernig
Halldóri Laxness hefur tekizt að gera þessu erfiða hlutverki skil í fyrri
bókum sínum; við þekkjum sæg af persónum sem hann hefur skapað,
þekkjum þær svo að þær eru okkur engu síður raunverulegar en flestir
samtíðarmenn okkar; okkur eru hugstæðir fjöldi viðburða úr sögum
hans miklu fremur en obbinn af þeim atvikum sem borið hefur fyrir
okkur sjálf. Einu gildir hvort þessir atburðir hafa gerzt á þessum síð-
ustu árum eða á dögum Jóns Hreggviðssonar, hvort þeir hafa orðið
suður í Róm, í Kaupinhafn eða á Óseyri við Axlarfjörð. Þeir eru okk-
ur jafn-nálægir, jafn-skýrir og koma okkur jafnmikið við. Og þetta er
mikilsvert atriði, ef til vill mikilsverðasta atriðið: sögur Halldórs Lax-
ness hafa einlægt komið okkur við, það líf sem þar hrærist er líf okkar,
ekki okkar Islendinga einna, heldur hið stríðandi mannlíf á jörðinni,
hér og nú.
Að þessu sinni hefur Halldór leitað lengra aftur í tímann en fyrr,
sótt sér söguefni alla leið í heim íslenzkra fornsagna, leitt fram á sviðið
persónur sem við teljum okkur þekkja áður, eins vel og persónur verða
þekktar úr bókum. Þetta hefur komið mörgum á óvart, og engin furða
að sumir spyrji: Er þetta ekki fífldirfska að ætla sér þá dul að semja
skáldsögu um þvílíkt efni svo að hún geti haldið hlut sínum gagnvart
þeim bókmenntum sem við höfum ávallt talið helgan dóm okkar og
þjóðardýrgrip? Er hægt að draga upp nýja mynd af fornum hetjum
Islendingasagna og gera hana jafn-lifandi og nákomna lesendum eins
og þá sem við höfum alizt upp við frá blautu barnsbeini?
Víst er um það: íslenzkur höfundur sem tekst á hendur að semja
skáldsögu úr heimi íslendingasagna á við margvíslegan vanda að etja
sem ekki yrði á vegi starfsbróður hans með öðrum þjóðum. Því valda
sögurnar sjálfar. Mál þeirra og stíll, persónur og viðburðir, þetta er
heimur, fastmótaður og ljóslifandi, sem er okkur svo kunnur og kær að
okkur finnst fljótt á litið að þar sé litlu við að bæta. Lítum fyrst andar-
tak á málið. Mál og stíll íslendingasagna er túlkur íslenzkrar menning-
ar og íslenzks aldaranda á 13. öld; ef samin væri skáldsaga nú á tímum
sem að máli til væri nákvæm eftirlíking fornsagna, yrði hún óhjá-
kvæmilega dauður bókstafur, óskyldur skáldskap; ekkert skáld getur