Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 55
FRÁ PRÓKONSÚL TIL PRÓMEÞEIFS 261 í sínum réttu heimkynnum, skógarþykknum hitabeltislanda, sem ármilj- óna þróun hafði aðlagað þá eftir, og fara að lifa á svæðum með strjál- um trjágróðri. Og nærri víst má telja, að það hafi ekki verið aparnir, sem yfirgáfu skógarþykknin, heldur skógarþykknin, sem yfirgáfu þá, þ. e. gróðurinn hefur breytzt vegna loftslagsbreytinga. Sú loftslagsbreyt- ing þarf ekki að hafa náð til mikils hluta jarðarinnar. Tertiertímabilið var tímabil mikilla jarðbyltinga, og fjöldi hárra fjallgarða reis þá úr sæ. Má hugsa sér, að einhver frumskógasvæði hafi lent í regnskugga upprísandi fjalla og breytzt í savannasvæði, og hafa þá mannapar þeir, er þar voru fyrir, orðið að aðlagast hinum nýju skilyrðum og fara aftur að ganga á fjórum fótum, í stað þess að sveifla sér úr einu tré í annað. En hin langvarandi aðlögun við skógaheimkynnin hafði rnjög lengt framlimi þeirra, og fyrir því varð gangstellingin uppréttari en ella. Smátt og smátt styrktust og lengdust fæturnir, og svo kom að lokum, að þeir einir voru notaðir lil gangs, en framlimirnir, sem í skógaheim- kynnunum höfðu þroskazt til grips og fengið lipra fingur, urðu frjálsir til annarra afnota. Þar með var skapaður hffæralegur grundvöllur fyrir tæknilegri þróun, sem fyrst og fremst byggist á samstarfi heila og handa. E. t. v. voru þessir apar komnir upp á að nota lurka og annað, er til var hægt að grípa, sér til varnar, áður en þeir yfirgáfu frum- skógana, en ekki virðast þeir hafa komizt á það stig, sem kalla mætti steinaldarstig, fyrr en þeir voru farnir að lifa á savannasvæðum. Fyrir þroskun heilans telja menn að miklu hafi ráðið sú þríviddarsjónskynjun, sem mönnum og mannöpum er einum gefin, vegna þess að augu þeirra snúa bæði beint fram. Þróunarferill apamanna skilst þó fyrst að fullu frá þróunarferli ap- anna, þegar þeir komast upp á að nota eldinn. Aparnir halda áfram að þróast líffræðilega í samræmi við umhverfi sitt, en þróun apamannanna og síðari manntegunda verður fyrst og fremst þróun heilans, sem miðar að því að gera þá óháðari umhverfinu, en líffæraleg Jnóun Jieirra stöðvast að mestu. En varla er það tilviljun ein, að Jretta mikla menningarspor, e. t. v. það afdrifaríkasta, sem nokkru sinni hefur verið stigið, var stigið í þann mund, er kuldi fyrsta kvartera jökulskeiðsins tekur að sverfa að flestu kviku. Flest, ef ekki öll, æðri dýr fælast eld, en svo hefur kuldi getað sorfið að þeim, að löngunin í yl hafi yfirunnið óttann við þessa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.