Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 58
264 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR German. „Meldún víst,“ segir konan og lokar dyrunum á eftir sér. Bær- ir hún nú við bronz-okum og bronz-neti, sem á þeim var, og varð af því hinn sætasti hljómur, svo að þeir sofnuðu allir vært og sváfu til morg- uns. Þá er þeir vöknuðu um rismál, sáu þeir konuna koma úr virkinu með sömu skjóluna í hendi, og fyllti hún skjóluna úr brunninum. „Bústýra handa Meldún fer þar,“ sagði German. „Mikils met ég Meldún,“ sagði hún og lokaði dyrunum. Lék hún þá hljóminn sama, og svæfði hann þá, svo að allir sváfu vært til næsta morguns. Þrjá daga og þrjár nætur bar hið sama fyrir þá. A fjórða degi kom konan til þeirra, og var hún harla fögur. Hún var í ljósri skikkju með gullspöng á höfði. Hárið var gulllitt. Silfurskór á fögrum fótum. Gullstungin silfurnæla í skikkjunni. Silkiþunnur kyrtill hjúpaði ljósan líkamann. „Velkominn, Meldún,“ mælti hún. Síðan heils- aði hún hverjum með nafni. „Löngu vissi ég, að þið munduð koma hingað,“ sagði hún. Leiðir hún þá síðan í hús eitt mikið, sem nærri var marbakkanum, og hefja þeir bátinn á land. Sáu þeir fyrir sér í hús- inu livílu búna Meldún einum og hvílur handa hverjum þrem af liði hans. Konan færði þeim mat í körfu, og var hann líkur osti eða ysting. Gaf hún skammt hverjum, og fann hver þann keim að matnum, sem hann girntist mest. Meldún þjónaði hún einum sér. Fyllti hún síðan skjóluna undir hellunni og svalaði þeim, þrem í senn. Vissi hún, hvenær þeim var nóg og hætti þá. „Hún er hæfur kvenkostur handa Meldún,“ mæltu liðsmenn hans. Hvarf hún þá með körfuna og skjóluna á braut. „Eigum við að spyrja hana, hvort hún vilji samrekkja þér,“ spurðu félagar Meldúns. „Hversu mætti það verða ykkur til miska, þótt þið spyrðuð?“ svaraði hann. Daginn eftir kom hún í sama mund til að þjóna þeim, eins og hún hafði áður gert. Þá mæltu þeir við meyna: „Myndir þú vilja unna Mel- dún ásta og sofa hjá honum, eða hví viltu ekki gista hér í nótt?“ Hún sagðist hvorki þekkja syndina né vita, hvað hún væri. Hvarf hún þá frá þeim og kom aftur daginn eftir um sama bil að veita þeim beina. Og er þeir gerðust saddir og ölvaðir, mæltu þeir enn til hennar sömum orðum og fyrr. „Á morgun“, sagði hún, „skuluð þið fá svör við þessu“. Fór hún þá heim, en þeir sofnuðu í hvílum sínum. Þegar þeir vöknuðu, voru þeir í bátnum, uppi á skeri, og sáu hvorki eyna, virkið né meyna upp frá því. Hermann Pálsson íslenzkaSi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.