Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 52
258
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kalla mætti frumsteinaldarstig eða grjótkastsstig, þ. e. að hann hafi
kunnað að nota sér til varnar og sóknar steina og aðra hluti gripna af
handahófi, og jafnvel náð því stigi, að kunna að velja á milli misjafn-
lega hentugra steina.
Næsta stig í þróuninni er hinn margumskrifaði „Javamaður“, Pitliec-
anthropus erectus, eða hinn upprétti apamaður.
Það var árið 1891, sem hollenzkur læknir, Dubois að nafni, fann
höfuðskel og lærlegg af þessari skepnu við fljótið Solo á Jövu, á stað
sem nefnist Trinil. Fundur þessi vakti fádæma eftirtekt og umtal, því
að þessi brúnamikla og ennislága skepna var sá „missing link“ milli
manna og apa, sem andstæðingar Darxvinskenningarinnar höfðu neitað
að nokkru sinni myndi liafa verið til, og styrkti þessi fundur mjög
skoðun þeirra, sem töldu manna kristið kyn vera „komið út af loðnum,
heimskum öpum“. Rétt fyrir aðra heimsstyrjöldina fann hollenzki jarð-
fræðingurinn R. von Königswald nokkur bein úr þessari tegund næst-
um á sama stað, þ. á m. næstum heila hauskúpu, og sýnir hún, að heila-
húið hefur verið rúml. 900 sm3.
Ekki hefur tekizt út frá jarðalagaskipan að ákvarða neitt með vissu
um aldur Javamannsins, og ekkert verður sagt um menningarstig hans.
En árið 1926 fundust tvær tennur úr apamanni skanunt sunnan við
Peking í Kína, í helli á stað, sem heitir Chou-kou-tien, og varð það upp-
haf mikilla uppgraftra í hellum á þessu svæði, er hefur leitt til þess, að
þar eru nú fundnar um 40 meira eða minna heillegar heinagrindur.
Hafa enski liffærafræðingurinn Davidson Black og kínverskur jarð-
fræðingur, C. W. Pei, staðið fyrir þessum rannsóknum. Sú apamann-
tegund, sem hér er um að ræða, hlaut nafnið Pekingmaðurinn, Sinan-
thropus pekinehsis, og er talin nær jafnaldra Javamanninum og honum
náskyld. Heilabúið er þó mun stærra (um 1200 sm3) og tennurnar
mannlegri. Meðalhæð er um 160 sm. Uppgreftirnir í Chou-kou-tien
leiddu í ljós, að Pekingmaðurinn var uppi í byrjun ísaldar. Það er
einnig vitað, að hann veiddi dýr sér til matar og var kominn upp á lag
með að hrjóta steina, svo að þeir yrðu hentugri til vopna, og hefst þar
með menningarstig, sem kallað er fornsteinöld eldri (Lower Paleolithi.-
curn), og það sem meira er, hann hafði stigið það stóra stig, að taka
eldinn í sína þjónustu, það stig, sem skildi að fullu þróunarleið hans og
apanna. Prómeþeifs var í heiminn borinn.