Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 89
UM GERPLU 295 orðið túlkur annars aldaranda en sjálfs sín. Hins vegar hlýtur það að orka eins og falskur tónn á hvern íslending með óspillta máltilfinningu ef persóna úr Islendingasögum er látin mæla á algerðu nútímamáli eða taka sér í munn orð sem sannanlega hafa ekki verið notuð í íslenzkri tungu fyrr en mörgum öldum síðar. Annar vandi og ekki minni er höfundi á höndum um persónur og viðburði. Víki hann frá lýsingum og söguþræði fornsagna — og að öðrum kosti er vandséð ástæða til að sækja þangað yrkisefni — þá hvílir á honum sú skylda að skapa þau innri og ytri rök sem dugi til þess að lesandinn trúi sögu hans eins vel eða betur en hinum fornu fræðum. Hvernig er nú þessu háttað í Gerplu? Sumir hafa látið sér um munn fara og jafnvel sett á prent af Iítilli forsjá að bókin sé skrifuð á forn- máli. Slíkt er vitanlega fjarri öllum sanni. Hitt er annað mál að í henni mun ekki vera ýkja margt orða sem ekki verður annaðhvort fundinn staður í fornum íslenzkum ritum eða sennilegt megi telja að til hafi getað verið að fornu. Margt sérkennilegt er að sjálfsögðu sótt beint til fornra rita, svo sem ýmis orð er lítt hafa verið á bækur sett síðustu fimm aldirnar — og þar er leitað fanga miklu víðar en til íslendinga- sagna einna — enn fremur ófátt í setningaskipun og orðaröð, vissar tegundir fornra beygingarmynda. Allt þetta varpar yfir málfar bókar- innar klassískum svip íslenzkra fornrita. En allt um það er málið á Gerplu víðs fjarri því að vera stæling á fornsögumáli. Það er bráðlifandi mál, með sérstakri, heillandi og lokkandi spennu milli fornra eiginda og nútímastíls. Og ekki má gleyma hinum sérstæða húmor sem löngum hefur einkennt bækur Halldórs og birtist hér í ótrúlega hnitmiðuðu formi, stundum aðeins eitt orð sem hnikað er til, stundum aðeins ein- hver óskýranlegur tónn í setningu. Halldór Laxness hefur ennþá einu sinni fært út landamæri íslenzkrar orðlistar; hann hefur treyst á þanþol íslenzkrar tungu með þeim hætti sem engum hefur áður tekizt: íslenzkt mál allra alda frá upphafi íslands byggðar er sá bordúnn sem ymur undir töfratónum máls og stíls í þessari bók. Eg býst við að Gerpla sé sú bók Halldórs sem samin er af mestri íþrótt að máli og stíl. Það afrek að skapa þennan stíl og halda honum hnökralaust gegnum svo langa hók, er á einskis manns færi nema þess sem gjörþekkir íslenzkar bókmenntir frá upphafi, og getur tileinkað sér og hagnýtt það úr málfari allra alda og bókmenntategunda sem honum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.