Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 21
HALLDÓR STEFÁNSSON SEXTUGUR
227
agaða stíl segja orðin oft annað en það sem þau tákna; í sumum mann-
lýsíngum hans er sem hann noti þau í öfugri merkíngu: þegar hann á
við heitt þá segir hann kalt. Það er einsog spiluð sé nóló á grandspil.
Til eru þeir sem segja að Halldór kappkosti að lýsa sem ómerkilegustu
fólki; en kunni maður stafróf hans, sést að honum þykir fólk þetta mjög
merkilegt, og merkilegra en alt annað fólk, svo merkilegt að ekki annað
fólk verðskuldi umræðu á prenti; frásagnarhátturinn er aðeins aðferð
höfundar til þess að deya ekki úr meðaumkvun með mönnum, einsog
Nietzsche segir að guð hafi gert. Þessi leikur öfugra forteikna, þar sem
orðin breyta gildi einsog spil eftir því hvað sagt er á þau, þannig að
ásarnir eru þegar minst varir orðnir lægstir og hrökin pamfílar, og hern-
aðarsaga blinda mannsins er óvart orðin miklu stórkostlegri en segj-
um til dæmis hernaðarsaga Karls tólfta, — mér þætti ekki ólíklegt þó
slíkur leikur væri svar listamannsins við þeim álögum að þurfa sérhvern
morgun ævi sinnar að fara í bánka, rísa til að heilsa óvini köllunar
sinnar. Og þá hefur enn sannast alkunn frönsk fornsaga heilög, að
jafnvel hinar ólíklegustu leiðir liggja til Vorrar Frú; einnig sú að stefna
í brott frá henni. Meira að segja það að vinna í bánka getur gert mann
gullsígildi bæði að skapgerð og snilli, aungusíður en vera kvæntur
brjálaðri konu. Að minsta kosti held ég telja megi á fíngrum annarrar
handar þá ísléndínga er náð hafa að gera smásögur eins vel og Halldór
Stefánsson, síðan þá höfunda leið er á þrettándu öld settu suma íslend-
íngaþætti saman; og staðreynd að í þessu yfirsig viðkvæma formi.
sem flestum íslenskum skáldum hlýtur að vera fullkomið ofurefli, hef-
ur hann unnið afrek sem hlotið hafa viðurkenníngu heima sem heim-
an; fáar smásögur sem í upphafi voru samdar á íslensku hafa farið
jafnvíða og hans; vandfýsnustu lesendur utan lands og innan hafa vott-
að honum virðíngu sína og aðdáun.