Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 96
302 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Raunir Atlanzliafsbandalagsins I lok íebrúarmánaðar þessa árs kom AtlanzhaísráðiS til fundar í Lissabon og samþykkti að stofna „Evrópuher“, er hefði þýzkar herdeildir innan vébanda sinna. Ráðgert var að her þessi skyldi hafa 50 herfylki áður en árið væri liðið, en 100 herfylki í lok ársins 1954. En þegar líða tók fram á sumar var það ljóst, að áætlun þessari mundi verða erfið leiðin frá pappírnum, sem hún var prentuð á, til fram- kvæmdar og veruleika. Það var Frakkland, sem hilaði fyrst. Hinn 21. júlí sendi franska stjórnin Bandaríkjastjórn bænarskjal þess efnis, að Bandaríkin gerðu vopnapantanir í Frakklandi fyrir 625 milljónir dollara, er greið- ast skyldu á næstu 3 árum. Franska stjórnin hafði þá þegar gert rniklar vopnapant- anir hjá frönskum verksmiðjum, er greiða skyldi í dollurum, en nú var kassinn tómur. Bandaríkjastjórn svaraði heldur kuldalega, að Frakkland mundi ekki geta vænzt meira en 186 milljón $ á næ.sta ári. Þetta voru ill tíðindi. Franska blaðið Aurore-France Libre skrifaði svo með kveinstöfum 2. ágúst: „Ef Washington vill ekki hlýða á skynsamleg rök, þá er framtíð iðnaðar vors, fjárhags, þjóðfélags- skipulags og hervæðingar stefnt í háska.“ Pleven, utanríkisráðherra Frakklands, flutti 3 dögum síðar ræðu og sárhændi Bandaríkjastjóm að sýna örlæti, því annars mundi illa fara: „Ég vona,“ sagði hann, „að hin háu stjómarvöld í Washington, sem fara með þessi mál, muni gera sér Ijóst, hverjar afleiðingar megi af því verða, ef vér fáum ekki nægilegt fé til umráða." En ein sorg býður annarri heim. Dagana 29. og 30. júlí ræddi neðri deild enska þingsins fjárhagsástand Bretlands. Churchill og Butler fjármálaráðherra lýstu því yfir, að vígbúnaðaráætlunin væri meiri en f járhagur landsins gæti horið. Það yrði að lengja þann frest um herafla og hergögn, er Lissabonfundurinn hafði ákveðið í upphafi. Hinn 13. ágúst kvaddi málgagn ítölsku stjórnarinnar sér hljóðs og játaði, að Italía gæti ekki lagt fram þau 12 herfylki, er Lissabonsamþykktimar höfðu ákveðið, nema með mikilli hjálp frá Bandaríkjunum, en bætti því við um leið, að lítil von væri til þess, að svo yrði. I sama streng tóku einnig hin smærri ríki At- lanzhafsbandalagsins. Veruleikinn hafði gert að engu áætlanir Lissabonfundarins, gjaldþol Evrópuríkjanna var að þrotum komið og Bandaríkjaþing hafði skorið framlög sfn til þeirra svo við neglur sér, að slaka varð á boganum. Þessir viðburðir áttu sér orsakir í því efnahagslega fyrirbrigði, er fylgir auð- valdsskipulaginu eins og skuggi: kreppunni. Á fyrra helmingi þessa árs tóku kreppuboðamir að láta til sín taka um allan hinn borgaralega heim. Vitamín- sprauta Kóreustyrjaldarinnar orkaði ekki lengur á líffæri auðvaldsskipulagsins. Sjúklingurinn var að fá nýtt kast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.