Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 17
GUNNAR BENEDIKTSSON 223 sögu þjóðar vorrar, og manndómur lifandi kynslóða verður jafnan metinn eftir því, hvert þrek og hvern baráttuvilja þær sýndu í því blekk- ingamoldviðri, sem nú geisar. I júní 1940 segir Gunnar Thoroddsen: „Þær raddir heyrast, að nú eigi ekki og megi ekki minnast á sjálfstæðis- og þjóðernismál. . . . Ef raddir þjóðernis og ættjarðarástar þagna, þá kann það líka að leiða af sér, að erlend stórveldi, t. d. það herveldi, er nú heldur oss í greipum, taki að líta svo á, að sjálfstæðið muni oss ekki svo tiltakanlega fast í hendi, og leyfi sér því í framtíðinni frekari íhlut- un um mál vor en ef hér stæði samhent, vakandi þjóð, einhuga og ein- dregin um að heimta aftur sitt fulla frelsi og forráð eigin mála.“ Þannig mælir einn af helztu postulum borgarastéttarinnar á því herrans ári, og hann er ekkert einangrað fyrirbæri meðal hinna ráðandi stétta. En tæplega tíu árum síðar rennur upp Þrítugasti marz. Hvað hefur gerzt á þessu árabili, sem verður því valdandi, að öll íslenzka yfirstétt- in svíkur helgustu skyldur sínar við þjóðina? Um það fjallar síðasta rit Gunnars Benediktssonar, Saga þín er saga vor. Þetta er rit um syndafallið, um það hvernig snákur auðvaldsins tælir, gabbar og hlunn- fer íslenzka borgarastétt, svo að hún vinnur sér til óhelgi í íslenzku þjóðfélagi. Gunnar rekur atburðina eftir öllum þeim skjallegu gögn- um, sem tiltækileg eru, og lætur þá tala sínu máli. Hér er þó ekki um að ræða þurra staðreyndaskrá, heldur eru íslenzkir atburðir tengdir þungum straumi tímans á vettvangi alþjóðastjórnmála. Gunnar sér vítt um veröld hverja í þessu riti sínu og leggur öllum íslendingum í hend- ur bók, sem þeir mega ekki án vera, hvar í flokki sem þeir standa. Þótt Gunnar Benediktsson geti ekki sett heimspekikerfi marxismans í lífræna snertingu við niðurstöður sínar um viturlega og siðferðilega starfsháttu, þá ratar hann engu síður á það að tileinka sér vinnubrögð marxista í sagnfræðilegum ritum. Hann kryfur þjóðfélagið á líkan hátt og hann hafði sálgreint einstaka fulltrúa þess og sýnir oss á ljósan hátt hina háttbundnu þróun stéttaþjóðfélagsins. í óúlkomnu riti um Sturl- ungaöld grefur hann fyrir rætur þeirra atburða, sem gerðust hér á landi 1262 og varpar þar nýju ljósi þekkingar sinnar og skarpskyggni á menn og málefni. Það rit mun skerpa skilning vorn á atburðum líð- andi stundar, þótt ólíku sé saman að jafna. Glæsilegasti þegn höfðingja- stéttar Sturlungaaldar, Snorri Sturluson, samdi níðritið Heimskringlu um Noregskonunga þjóð vorri til varnaðar í viðskiptum við norska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.