Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 40
246 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR legt drukkinna manna látbragð. Honum var smeygt hljóðlega út um dyrn- ar. Eftir það var allt prútt og settlegt í kránni. Við sátum þarna til klukkan ellefu og glöddum hjörtu okkar á píva. Þetta var ágætur bjór. Framtíð mannkynsins var orðin ívið bjartari en þegar við komum inn í krána. Þetta er blekking, hugsaði ég. „Já, að vísu,“ svaraði önnur rödd innra með mér. „En allt lífið er blekking. Þetta er stundarblekking, hitt æviblekking.“ En þetta er vond blekking, hugsaði ég. „011 blekking er vond,“ svaraði röddin. „Ef æviblekkingin væri ekki til, þá væru ekki heldur til neinir sjúkdómar, engin trúarbrögð, ekkert auðvald, engar nýlendur, engir herir, engar styrjaldir, engin stundar- blekking. Öll eymd mannanna á rót sína í myrkri blekkingarinnar, í vitleysinu.“ Þú segir nokkuð, hugsaði ég til raddarinnar og tók aftur upp talið um framtíð mannkynsins. Okkur leið vel í kránni. Þar var þægilega hlýtt og við vorum í skikkanlegum félagsskap. Það þarf ekkert að ótt- ast um framtíð mannkynsins. Kraftar ljóssins sjá fyrir því. Þeirra er ævinlega kredítin, þegar þróun lífsins slúttar reikninginn. Loks stóðum við upp og borguðum gjaldkeranum. Þegar við erum komin út að dyrum, kallar hún á eftir okkur. Við göngum aftur inn að slagborðinu. Hún brosir og réttir Skúla nokkra kópeka, sem hann hafði ofborgað. Svo tókum við strikið beint heim á hótelið. Morgun- dagurinn verður dagur strangrar reisu. VII Morguninn eftir, 25. september, var loft alskýjað í Moskva, en glaðnaði til, þegar á morguninn leið og varð léttskýjað og sól í heiði. Um hálftvö setti yfir dálítið þykkni og gerði hæga skúr. Logn var á og hlýtt í veðri. Þessi morgunn var tíðindalaus eins og flestir aðrir morgnar. Við átum okkar góða mat á hótelinu. Isleifur, Jóhannes og Sophonías sögðu, að myndin hefði verið góð, því að þá grunaði, að við hefðum haft góða skemmtun á kránni. Að því loknu fórum við að búa okkur til ferðar. Þegar klukkan var gengin 21 mínútu í tvö hljóp bíllinn af stað með okkur frá Hótel National, og 51 mínútu síðar vorum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.