Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 92
298
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um þeirra sjálfra, beint eða óbeint. Hernaðurinn bitnar síður en svo á
bardagamönnum einum, nei, höfundur tekur fram að víkingum þótti
„lítill hernaður ef þeir náðu eigi að granda þrem tylftum óvopnfærrg
manna á móti hverjum vígum karli er þeir drápu; og hefur þótt hæfa
að sú tiltala héldist hjá dreingilegum herflokkum síðan, þeim er nokk-
urs meta frægð og hetjuskap, þá er þeir sækja heim önnur lönd með
ófriði“. A hinu leitinu er friðsöm alþýða, eins og bændur á Horn-
ströndum sem meinuðu Þorgeiri algerlega að vinna á sér afreksverk í
manndrápum, einfaldlega með því að eiga ekkert að verja; eða rúðu-
bændur sem sóuðu út „vinnum sínum í veitnagerð og öðrum greftri, eða
garðlagi og brúarsmíð og vegabótum . . . í stað þess að halda uppi
barúnum“.
Þessi boðskapur er ekki fluttur til þess að gagnrýna sannfræði Is-
lendingasagna eða svipta af þeim rómantískum dýrðarhjúpi. Nei, hann
beinist að okkur sem nú lifum, við berjumst ennþá við sama vandann.
Tækninni hefur að vísu farið fram, það er talsverður munur á bitlaus-
um axarkjöggum og atómsprengju; og manndrápatiltala víkingaaldar
hefur trúlega raskazt nokkuð, óvopnfærum mönnum til lítilla hagsbóta.
En andinn á bak við er enn hinn sami: trúin á valdið og ofbeldið sem
eina bjargráð þeirra landstjórnarmanna er ekkert óttast meir en þegna
sína. Um þá gilda enn orð Sigvats í Gerplu: „Sá maður er að sönnu
ver kominn en dauður, sem trygð heldur við landstjórnarmann“.
Þessi boðskapur kemur öllum við, og aldrei meir en einmitt nú. Þess
vegna er Gerpla bók um heiminn í dag, þrátt fyrir sviðsetningu sína.
Hún er bók handa íslendingum af því að í henni bergmálar aldagömul
saga íslenzkrar alþýðu, engu síður en íslenzk tunga allra alda; hún er
bók handa öllu þjáðu og stríðandi mannkyni hvarvetna á jörðinni af því
að hún flytur með sannri list algildan mannlegan boðskap sem kemur
öllum við og hefur aldrei í sögu veraldar verið eins áríðandi og á
þeirri stund sem við nú lifum.