Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 16
222
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hin heimspekilega og rökfræðilega undirstaða marxismans, „svo sem
öll önnur rökfræðileg heimspeki. Ég get haft gaman af því stund og
stund, þá sjaldan ég hef ekki annað að gera, að þreyta rökvísi mína
á því að brjóta heimspekikerfi til mergjar, en ég hef engan áhuga á
því og get aldrei sett heimspekikerfin í lífræna snertingu við niður-
stöður mínar um viturlega og siðferðilega starfsháttu.“ Þótt sumir
kunni að hneykslast á þessum orðum Gunnars, þá lýsir honum fátt
betur en þau. Réttlætiskennd hans er svo næm, að hann þarfnast ekki
heimspekilegra forsendna til þess að geta dæmt, hvað sé rétt og rangt.
Hann boðar sósíalisma hjartans og skynseminnar, en „meðan maður el-
ur brennandi kærleik í brjósti, þá svellur þar einnig glóandi hatur gegn
öflum eyðileggingar og tortímingar,“ segir hann sjálfur. Hann leggur
því til atlögu við alla spillinguna í voru borgaralega þjóðfélagi og ger-
ist miskunnarlaus vandlætari samtíðar sinnar. Hann tekur ýmsa fyrir-
ferðarmikla einstaklinga til bænar, eins og t. d. Vilhjálm Þ. Gíslason,
Sigurð Einarsson, Sigurð Grímsson, Kristján Albertsson, Magnús Jóns-
son prófessor og Sigfús Halldórsson frá Höfnum, svo að nokkrir séu
nefndir, sálgreinir þá og kryfur svo rækilega, að Arngrímur lærði hlýt-
ur að byltast af öfund í gröf sinni, þegar honum verður hugsað til fá-
kunnáttu sinnar í andlegri anatómíu. En hann er ekki einungis persónu-
bundinn vandlætari, heldur er hann skarpskyggn þjóðfélagsskoðari,
sem dregur miskunnarlaust fram misfellurnar í samfélagi voru og bend-
ir á leiðir til úrbóta. Þannig hefur hann skrifað manna raunsæjast um
landhúnað á íslandi á síðari árum. í ritgerðum sínum um menn og
málefni sýnir hann okkur á ljósan, rökfastan, en þó glettnislegan hátt
rangsleitni, hræsni og yfirdrepsskap þjóðfélagsins í öllum sínum nötur-
leika. Þegar menn falla hrönnum saman tröllriðnir af seiðskröttum
Finnagaldursins, gefur hann út Sóknina miklu og vegur svo hraustlega
að nornunum, að þær bíða þess aldrei bætur. Þegar Þjóðviljinn er
bannaður og starfsmönnum hans varpað í erlenda dýflissu, þá tekur
Gunnar upp hið fallna merki og gefur út Nýtt dagblað, þótt hann viti,
að það muni kosta sig fangelsisdóm; og þegar land vort er ofurselt er-
lendu hervaldi, sezt hann niður sem sagnfræðingur og semur af fræði-
mannlegum myndugleik stórt rit um tímabil landráðanna og lætur þar
verkin dæma gerendurna í ljósi sögulegrar þróunar.
Fimmti áratugur þessarar aldar er eitthvert örlagaríkasta tímabil í