Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 16
222 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hin heimspekilega og rökfræðilega undirstaða marxismans, „svo sem öll önnur rökfræðileg heimspeki. Ég get haft gaman af því stund og stund, þá sjaldan ég hef ekki annað að gera, að þreyta rökvísi mína á því að brjóta heimspekikerfi til mergjar, en ég hef engan áhuga á því og get aldrei sett heimspekikerfin í lífræna snertingu við niður- stöður mínar um viturlega og siðferðilega starfsháttu.“ Þótt sumir kunni að hneykslast á þessum orðum Gunnars, þá lýsir honum fátt betur en þau. Réttlætiskennd hans er svo næm, að hann þarfnast ekki heimspekilegra forsendna til þess að geta dæmt, hvað sé rétt og rangt. Hann boðar sósíalisma hjartans og skynseminnar, en „meðan maður el- ur brennandi kærleik í brjósti, þá svellur þar einnig glóandi hatur gegn öflum eyðileggingar og tortímingar,“ segir hann sjálfur. Hann leggur því til atlögu við alla spillinguna í voru borgaralega þjóðfélagi og ger- ist miskunnarlaus vandlætari samtíðar sinnar. Hann tekur ýmsa fyrir- ferðarmikla einstaklinga til bænar, eins og t. d. Vilhjálm Þ. Gíslason, Sigurð Einarsson, Sigurð Grímsson, Kristján Albertsson, Magnús Jóns- son prófessor og Sigfús Halldórsson frá Höfnum, svo að nokkrir séu nefndir, sálgreinir þá og kryfur svo rækilega, að Arngrímur lærði hlýt- ur að byltast af öfund í gröf sinni, þegar honum verður hugsað til fá- kunnáttu sinnar í andlegri anatómíu. En hann er ekki einungis persónu- bundinn vandlætari, heldur er hann skarpskyggn þjóðfélagsskoðari, sem dregur miskunnarlaust fram misfellurnar í samfélagi voru og bend- ir á leiðir til úrbóta. Þannig hefur hann skrifað manna raunsæjast um landhúnað á íslandi á síðari árum. í ritgerðum sínum um menn og málefni sýnir hann okkur á ljósan, rökfastan, en þó glettnislegan hátt rangsleitni, hræsni og yfirdrepsskap þjóðfélagsins í öllum sínum nötur- leika. Þegar menn falla hrönnum saman tröllriðnir af seiðskröttum Finnagaldursins, gefur hann út Sóknina miklu og vegur svo hraustlega að nornunum, að þær bíða þess aldrei bætur. Þegar Þjóðviljinn er bannaður og starfsmönnum hans varpað í erlenda dýflissu, þá tekur Gunnar upp hið fallna merki og gefur út Nýtt dagblað, þótt hann viti, að það muni kosta sig fangelsisdóm; og þegar land vort er ofurselt er- lendu hervaldi, sezt hann niður sem sagnfræðingur og semur af fræði- mannlegum myndugleik stórt rit um tímabil landráðanna og lætur þar verkin dæma gerendurna í ljósi sögulegrar þróunar. Fimmti áratugur þessarar aldar er eitthvert örlagaríkasta tímabil í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.