Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 91
UM GERPLU
297
bræður og konung þeirra, Ólaf hinn digra Haraldsson. Garpurinn Þor-
geir sem haldinn er „óstýrilegri fýst þeirrar frægðar sem hlýst af að
vega menn og ráða fyrir heiminum“, bjargfastur í trú sinni á þann
drengskap einan að láta aldrei „þá skömm af sér spyrjast að kjósa frið
ef ófriður var í boði“. Skáldið Þormóður sem sveiflast á milli ást-
kvenna sinna tveggja, hinnar björtu og hinnar dökku, eins og á milli
andstæðra skauta, en setur þó ofar báðum þá köllun sína að hefna
svarabróður síns og yrkja þeirn konungi lof sem einn var svo hjarta-
prúður að Þorgeir gæti léð honum fylgd sína. Og konungurinn, Ólafur
hinn digri, „uppfæddur á skipum úti og tamdur við starf raufara frá
blautu barnsbeini11, og „kunni í aungum vanda utan tvö úrræði, var
annað skírn en hitt morð“.
Eg skal ekki telja upp fleiri persónur bókarinnar, en þær eru Iieill
heimur, fjölbreyttur og iðandi af lífi. I því sambandi er það algert
aukaatriði hvort persónurnar eru líkar nöfnum sínum í fornsögum eða
ekki. Ég þykist vita að sumum komi þær nokkuð ókunnuglega fyrir
sjónir í fyrstu, þyki illa farið með fræga garpa. Allar líkur eru til að
menn verði ekki sammála um þessa bók fremur en aðrar bækur Hall-
dórs. Þórður jómsvíkingur strútharaldssonaskáld segir í Gerplu: „Svo
fer konúngum jafnan sem rökkum grimmum, að þá leggjast þeir á
hrygginn er menn klóra þeim kviðinn: er sá hlutur skálda“. Þennan
hlut skálda hefur Halldór Laxness aldrei kosið sér, hvorki gagnvart
lesendum sínum né frægum hetjum. Persónur hans verða að lifa sínu
lífi hvað sem fyrirmyndum líður. Þær lúta lögmáli verksins sjálfs, eru
rökstuddar og rökréttar, með lífsþrótti sínum og áhrifavaldi örlaga
sinna flytja þær boðskap höfundar. Sá boðskapur verður ekki endur-
sagður hér til neinnar hlítar, hann er margþættari en svo að honum
verði komið fyrir í fáum orðum; til þess að hafa hans full not dugir
ekkert minna en að lesa bókina sjálfa; mikið skáldrit er ekkert reikn-
ingsdæmi sem hægt er að leysa með einni formúlu.
Þó að Gerpla sé að vissu leyti ádeila á hetjurómantík íslendinga-
sagna, andhverfa þeirra og spéspegill, þá er það ekki megintilgangur
bókarinnar. Gerpla er saga um fánýti hetjuhugsjónar sem þekkir engin
rök nema sannyrði sverða, enga frægð nema þá sem unnin er með
manndrápum; hún er saga um landstjórnarmenn sem afla sér auðs og
valda með ófriði og ofbeldi, ófriði sem beinist framar öllu gegn þegn-