Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 95
ANNÁLLERLENDRA TÍÐINDA 301 árunum, virtist fylkingin öll vera eitt friðsælt kærleiksheimili. En hinir sælu hveitihrauðsdagar eru liðnir, og nú er loft allt lævi blandið. Efnahagsþróun auð- valdsskipulagsins á eftirstríðsárunum er grundvöllur þeirra andstæðna, sem munu rjúfa fyrr eða síðar þá samfylkingu, er Bandaríkin liafa reynt að stofna til undan- farin ár. Fyrir hina fyrri heimsstyrjöld skipuðu Bandaríkin þriðja sæti í útflutningi heimsins. Arið 1951 nam útflutningur þeirra jafnmiklu og allur útflutningur Bret- lands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands samanlagður. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina var bandarískt fjármagn í erlendum fyrirtækjum aðeins 7% af erlendu auðmagni binna stórveldanna. I árslok 1951 var fjármagn bandarískra auðhringa erlendis orðið hvorki meira né minna en 36 milljarðar dollara, eða um 65% af erlendu fjár- magni hinna stórveldanna, og hafði tvöfaldazt á síðustu sex árum. Tímaritið Sur- vey oj Current Business, sem gefið er út af bandaríska verzlunarmálaráðaneytinu, getur þess í ágústhefti 1952, að gróði Bandaríkjanna af erlendri fjárfestingu hafi árið 1946 numið 1113 milljónunt dollara, en árið 1951 2 milljörðum og 700 millj- ónum dollara. I krafti þessa fjárhagslega ofurveldis hafa Bandaríkin getað siglt svo mikinn byr hin síðustu ár með hin fátækari auðvaldsstórveldi í eftirdragi. En því, sem Bandaríkin liafa grætt, hafa hin stórveldin tapað. Bretland hefur orðið harðast úti til þessa, en upp á síðkastið hefur hagur þess versnað að mun fyrir þá sök, að hinir fornu keppinautar þess, Vestur-Þýzkaland og Japan, hafa nú sleikt sár sín og geta nú með aðstoð Bandaríkjanna tekið þátt í kapphlaupinu um heimsmark- aðinn á nýjan leik. Enska blaðið Sunday Times talaði fyrir skömmu um „hinn kalda gust“, er legði frá Þýzkalandi og Japan. Og það var ekki furða þótt blaðið kvartaði um kulið. Samkvæmt opinberum skýrslum jók Þýzkaland útflutning sinn um 209% og Japan um 166% árið 1951 í hlutfalli við árið 1949. Á fyrra helmingi þessa árs jókst útflutningur Þýzkalands um 144% og útflutningur Japans um 109%, en Bretar fengu á sama tíma ekki aukið útflutning sinn nema um 35%. Hlutur Vestur-Þýzkalands í verzlun Evrópu er nú orðinn stærri en Bretlands, og Evrópumarkaðurinn tekur nú við 70% af allri utanríkisverzlun Þýzkalands. I hin- um nálægari Austurlöndum er Þýzkaland sem óðast að hrekja Bretland úr mark- aðsstöðu þeirri, er það hefur skipað á eftirstríðsárunum, og Japan flutti á fyrra helmingi þessa árs meiri vefnaðarvöru til brezka heimsveldisins en Bretland sjálft! I sama mund flytja Bandaríkin út landbúnaðarvörur sínar og selja 30% lægra verði en á heimamarkaðinum og greiða framleiðendunum mismuninn úr ríkis- sjóði. Þýzkaland og Japan liafa einnig tekið upp þennan sið um ýmsar vörur. Það dregur sem sagt upp hliku verzlunarstríðsins í gömlum og góðum stíl á kær- leiksheimili liinnar horgaralegu stórveldasamfylkingar. Þessar efnahagsandstæður liinna borgaralegu stórvelda hafa valdið þeim þver- brestum, sem orðið hafa á þessu ári í Atlanzhafsbandalaginu. Tímaritið Eco- nomist sagði fyrir stuttu þessi spámannlegu orð um framtíð Atlanzhafsbandalags- ins: „Þjóðir geta ekki verið í stjórnmála- og hernaðarbandalagi ef þær skera hvor aðra á liáls á sviði verzlunarinnar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.