Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 58
264
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
German. „Meldún víst,“ segir konan og lokar dyrunum á eftir sér. Bær-
ir hún nú við bronz-okum og bronz-neti, sem á þeim var, og varð af því
hinn sætasti hljómur, svo að þeir sofnuðu allir vært og sváfu til morg-
uns. Þá er þeir vöknuðu um rismál, sáu þeir konuna koma úr virkinu með
sömu skjóluna í hendi, og fyllti hún skjóluna úr brunninum. „Bústýra
handa Meldún fer þar,“ sagði German. „Mikils met ég Meldún,“ sagði
hún og lokaði dyrunum. Lék hún þá hljóminn sama, og svæfði hann þá,
svo að allir sváfu vært til næsta morguns. Þrjá daga og þrjár nætur bar
hið sama fyrir þá.
A fjórða degi kom konan til þeirra, og var hún harla fögur. Hún var
í ljósri skikkju með gullspöng á höfði. Hárið var gulllitt. Silfurskór á
fögrum fótum. Gullstungin silfurnæla í skikkjunni. Silkiþunnur kyrtill
hjúpaði ljósan líkamann. „Velkominn, Meldún,“ mælti hún. Síðan heils-
aði hún hverjum með nafni. „Löngu vissi ég, að þið munduð koma
hingað,“ sagði hún. Leiðir hún þá síðan í hús eitt mikið, sem nærri
var marbakkanum, og hefja þeir bátinn á land. Sáu þeir fyrir sér í hús-
inu livílu búna Meldún einum og hvílur handa hverjum þrem af liði
hans. Konan færði þeim mat í körfu, og var hann líkur osti eða ysting.
Gaf hún skammt hverjum, og fann hver þann keim að matnum, sem
hann girntist mest. Meldún þjónaði hún einum sér. Fyllti hún síðan
skjóluna undir hellunni og svalaði þeim, þrem í senn. Vissi hún, hvenær
þeim var nóg og hætti þá. „Hún er hæfur kvenkostur handa Meldún,“
mæltu liðsmenn hans. Hvarf hún þá með körfuna og skjóluna á braut.
„Eigum við að spyrja hana, hvort hún vilji samrekkja þér,“ spurðu
félagar Meldúns. „Hversu mætti það verða ykkur til miska, þótt þið
spyrðuð?“ svaraði hann.
Daginn eftir kom hún í sama mund til að þjóna þeim, eins og hún
hafði áður gert. Þá mæltu þeir við meyna: „Myndir þú vilja unna Mel-
dún ásta og sofa hjá honum, eða hví viltu ekki gista hér í nótt?“ Hún
sagðist hvorki þekkja syndina né vita, hvað hún væri. Hvarf hún þá frá
þeim og kom aftur daginn eftir um sama bil að veita þeim beina. Og er
þeir gerðust saddir og ölvaðir, mæltu þeir enn til hennar sömum orðum
og fyrr. „Á morgun“, sagði hún, „skuluð þið fá svör við þessu“. Fór
hún þá heim, en þeir sofnuðu í hvílum sínum. Þegar þeir vöknuðu, voru
þeir í bátnum, uppi á skeri, og sáu hvorki eyna, virkið né meyna upp
frá því. Hermann Pálsson íslenzkaSi.