Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 33
Ályktun Heimsfriðarráðsins
frá ráðstefnunni í Vínarborg 23.—28. nóv. 1953
Síðan ályktun þessi var gerð hefur það áunnizt að fjórvelda-
fundur var háður í Berlín, m. a. með þeim árangri að boðað
hefur verið til nýs fundar með þátttöku Kína í Genf í vor.
Samþykkt sú er Heimsjríðarráðið gerði í Bádapest með áskorun til stórveldanna
um friðarsáttmála hefur fengið djúpan hljómgrunn og víðtœkan stuðning hvarvetna,
svo að hugmyndin um að allar alþjóðlegar deilur megi leysa með samkomulagi jœr
með hverjum degi auknar vinsœldir og ber árangur.
Stöðvun vopnaviðskipta í Kóreu var sigur fyrir málstað jriðarins.
Nýjustu orðsendingar stórveldanna leiða í Ijós að innan skamms muni verða fjór-
veldaráðstefna um vandamál Þýzkalands.
Hugmyndin um að binda endi á bardaga í Indókína og komast að friðsamlegrí
lausn vinnur fylgi bœði á Frakklandi og í Viet-Nam.
En öfl mótfallin því að úr alþjóðadeilum dragi nota sér hugtakið ,.samkomulags-
tilraunir“ til að fela undir áœtlanir um framhald kalda stríðsins. Samningar geta
ekki tekizt ef annar aðili stendur andspœnis gerðum ákvörðunum af hendi hins.
Ekki getur jarið saman að óska samkomulags og setja um leið skilyrði til að hindra
það.
í Asíu og Evrópu eru vandamál og deilur sem eru sérilagi hœttulegar heimsfrið-
inum.
í Kóreu er hœtta á að samkomulag strandi. Sú jyrírœtlun að útiloka hlutlausar
þjóðir, jramar öðru Indland, frá stjórnmálaráðstefnu sem fjallar aðallega um hags-
muni Asíu getur hindrað að samkomulag takist. Almenningur sœttir sig ekki við að
stríð hefjist aftur í Kóreu.
Öryggi Evrópu heimtar að vandamál Þýzkalands verði leyst hið fyrsta. Sú lausn
er aðeins hugsanleg með samþykki fjórveldanna, Bandarikja Norðurameríku, Ráð-
stjórnarríkja, Stóra-Bretlands og Frakklands. Aðalþröskuldur á vegi þess samkomu-
lags er fyrírœtlun annars aðiljans um að endurreisa hernaðarstefnu Þýzkalands og
koma Þýzkalandi í hernaðarbandalag sem bcint er gegn hinum aðiljanum.
Heimsfriðarráðið skorar á þjóðir Evrópu að koma í veg fyrír staðfestingu á samn-
ingi um Evrópuher og endurlífgun þýzka hernaðarandans í einni eða annarrí mynd.
Það mundi auðvelda samkomulag um Þýzkalandsmálin milli fjórveldanna, og gefa
jajnframt þýzku þjóðinni framtíðarvonir um frið og öllum evrópuþjóðum trygg-
ingu gegn því að árásarher eflist á ný í Þýzkalandi.