Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 94
84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
legt af því að t. d. „mjúkur mosi“ og „milt stjörnuskin“ vekja með
okkur angurværar tilfinningar.
En ef við ætlum að skilja línur Steins á sama hátt, kveður við annan
tón. Við höfum aldrei séð þögnina renna eins og ryðbrunnið myrkur.
Hvorki þögn né myrkur eru hugtök, sem við erum almennt vön að
hugsa okkur á hreyfingu. Og við höfum heldur ekki orðið vör við, að
myrkrið væri ryðbrunnið.
A svipaÖan hátt mætti bera saman skoðanir manna á málaralist.
Hversu algengt er ekki að heyra spurt: Af hverju á þetta nú að vera?
Dæmi um það, hversu rækilega heföin hefur barið inn í þjóðina, að
málverk eigi að vera eftirlíking af einhverju öðru. Mælikvarði hefðar-
innar er lagður á það, sem er komið langt fjarri henni.
Hugsanlegt er að leggja megi hvaða reglu sem er til grundvallar Ijóð-
list, myndlist og hljómlist. Enginn getur sagt um, hvað er eilíflega
rétt. Hitt er annað mál, að menningarhefðin er alltaf blind á öðru auga
og nærsýn á hinu.
Tryggð menningarinnar við stefnu sína á sér því dýpri rætur en
stoltið. Auðveldara er að halda áfram að lifa eins og maður hefur gert
en að taka upp nýja háttu. Margir skilja einnig menninguna sem sam-
nefni hefðarinnar. Og þegar talað er um skyldu einstaklingsins við
menningu sína, skilja flestir það svo, að þeir eigi að varðveita arfleifð-
ina frá glötun.
ísland er opið land. íslenzk menning hefur hins vegar þróazt í tals-
verðri einangrun; mörg sérkenna hennar má vafalaust rekja til þeirrar
staðreyndar.
Opið land. — Lokuð menning. Þannig birtast andstæður, sem eflaust
eiga sök margra þeirra meina, sem áhyggjum valda. Hvers vegna flýja
unglingar og jafnvel fullorðið fólk á náðir hins forheimskandi amerí-
kanisma? Er það ekki vegna þess að hún er of lokuö inni í sjálfri sér
og óh'fræn? Hið geigvænlega los og menningarleysi, sem flæðir yfir
taLverðan hluta íslenzku þjóðarinnar, er ljóst dæmi um þau örþrifa-
ráð. sem menn grípa til, þegar vitund þeirra um eðli og orsakir mein-
semdanna sefur.
I upphafi þessa greinarkorns vörpuðum við fram spurningu á þessa
leið: Er ástæða til að óttast um afdrif íslenzkrar menningar? í því