Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 80
70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hann æpir í hverri stormhviöu, glottir ógnandi upp úr hálflokaðri
kjötdós og hlær af storkun innan úr hinum, sem enn eru lokaðar.
Brauðið og smjörlíkið, jafnvel málningin — það elur allt á þeim sára
sting. Unz listamaðurinn fær æði. Hann grípur hníf, sker þykka brauð-
sneið, nuggar einu horni hennar utan í smjörlíkisstykkið og gleypir
hana hálfa. Hann lemur kjötdós ofan á rúmstólpann af alefli, svo að
hún hrekkur upp, krafsar úr henni gómsæta munnfylli með dofnum
fingrum; brjálaður maður. Þarna svelgir hann á andartaki allan þann
mat, sem átti að nægja honum í viku, eða þangað til hann kæmist með
mjólkurbílnum til þess að verða sér úti um meira. En vitfirringin hefur
gripið hann. Hann rótar öllu til, sem fyrir honum verður í myrkrinu,
fellir um koll nýja listaverkið sitt, stappar niður fætinum til þess eins
að hræða músarangann og ógna þeim myrkraöflum, sem eru honum
óvinveitt og vilja hann dauðan. (Listamaðurinn á Stormssveipsstöð-
um! Þeir sögðu fyrir sunnan, að hann myndi áreiðanlega ekki þola það
til lengdar að vera urn kyrrt á slíkum stað. Þeir vantreystu honum alltaf,
höfðu lengstaf haft horn í síðu hans. Enda flýði hann þá, flýði upp í
óbyggðir undan þeim; öllum. Þegar hann fór sögðu þeir, að hann
myndi annað hvort yfirgefa bæinn og leggja á flótta, ellegar drepa sig
— eins og sumir ábúendurnir hefðu gert).
Hann hamast, rótar til og rekur upp dýrsleg vein. Svo finnur hann
ekki verkinn lengur, og æði hans er nú varla í þeim tilgangi gert að
vinna bug á hungri. Hann þarf aðeins að fá útrás. Hann er búinn að
þreyja einn óhugnanlega lengi. Hann hefur alltaf verið einn, síðan hann
gjörðist málari — og aldrei jafn einmana og hér á þessum stað. Hann
og músin. En hvað er nú orðið af músinni? Nú sést hún ekki! Nú er
bezt hún éti! Loksins fær hún tækifæri til að kýla vömbina! Hann rek-
ur upp rosahlátur. En svo finnst honum, að það sé í rauninni ekki hann
einn, sem hlær, heldur séu það tveir — eða fleiri. Og hann grípur
fastataki í rúmstólpa til þess að kæfa hlátur sinn. En það var víst eng-
inn að hlæja annar en hann; nei; engum öðrum til að dreifa.
Og þegar hláturshviðan er liðin hjá, þá rennur af honum æðið. Hann
sezt. Og honum er óðar ljóst, að hann er nú að heita má matarlaus;
eldurinn dauður. Ekki hafði maðurinn þó farið hingað til þess að
veslast upp. Hann var ekki að fremja sjálfsmorð. Hann hræddist dauð-
ann. Hann hafði setzt hér að til að lifa — um aldur og ævi. Hann er