Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 48
38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Cante jondo
maður vill skilja skáldskap García Lorca, að hann var eiginlega ekki
ljóðskáld og leikritaskáld, heldur ljóðleikskáld og leikljóðskáld.
Arið 1922 var García Lorca um skeið í Granada og
vann þar í félagi við Manuel de Falla og málarann,
Ignacio de Zuloaga, að undirbúningi svonefndrar Cante jondo-hátíðar,
sem þeir gengust fyrir í Alhambra. Cante jondo — söngur djúpsins —
er nafn á andalúsískum sígaunalögum. Á 15. og 16. öld moraði Anda-
lúsía af farandsöngvurum, sem ferðuðust sveit úr sveit og sungu og
sömdu (impróvíseruðu) cante jondo við vinsæl þjóðkvæði eða við eigin
ljóð. Aðeins örlitlu broti af þessum lögum hefur verið safnað, en mergð
þeirra lifir á vörum fólksins. Ljóðin voru venjulega dapurleg og blóð-
lituð („Gissur ríður góðum fáki“ gæti efnisins vegna vel verið „cante
jondo“-ljóð). Smám saman færðist nafnið yfir á ljóðin líka, varð sam-
heiti lags og ljóðs. Á árunum fyrir borgarastyrjöldina rann upp nýtt
blómaskeið cante jondo. Förusöngvarar (trúbadúrar) skutu hvarvetna
upp kollinum og sungu cante jondo við ljóð nútímaskálda eins og fyrir-
rennarar þeirra við miðaldakvæði. García Lorca hafði mikla ást á þess-
ari ljóðlist, og mörg af beztu ljóðum sínum yrkir hann í anda hennar.
Árið eftir var García Lorca enn um tíma í Granada. Samdi hann þá
leikrit, er nefndist „Stúlkan, sem vökvar ilmjurtirnar, og forvitni prins-
inn“ (La nina que riega la albahaca y el príncipe preguntón). Þetta var
brúðuleikrit, táknleikur í ljóðum eins og „Tálfiðrildið“. Sýndi hann það
á brúðuleiksviði fyrir vini sína í Granada. Sjálfur gerði hann leiktjöld-
in, en Manuel de Falla valdi við það músík úr verkum Debussy, Ravels
o. fl. og aðstoðaði við sýninguna með píanóundirleik. Leikrit þetta var
fremur tilraun en fullgert skáldverk, og hefur García Lorca ekki hirt um
að halda því til haga fremur en ýmsum öðrum veigaminni verkum sín-
um. Það er nú með öllu glatað, og ég hef hvergi rekizt á útdrátt úr efni
þess.
Næstu árin lét García Lorca lítið sem ekki af sér
heyra, en orti sem aldrei fyrr. Þó birtist eftir hann eitt
kvæði í tímariti 1926, og er vert að geta þess sérstak-
lega, þótt ekki sé neina vegna þess, hve gjörólíkt það er öllu öðru, sem
hann hafði í deiglunni um þessar mundir. Kvæði þetta hét „Óður til
Salvadors Dalí“ (Oda a Salvador Dalí).
Salvador Dalí er spænskur málari ættaður frá Katalóníu. Hann dvald-
Óður til
Salvadors Dalí