Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 110
Umsagnir um bækur
r
V
J
Björn Þorsteinsson:
íslenzka þjóðveldið
Mál og menning,
Reykjavík 1953.
Um ekkert tímabil í sögu íslendinga
hefur jafn mikið verið ritað og þjóð-
veldisöldina, tímabilið frá því er landið
byggðist og þar til er þjóðin komst und-
ir erlent konungsvald. Heimildirnar um
þetta tímabil eru miklar að vöxtum, en
ekki að sama skapi áreiðanlegar, eink-
um að því er snertir fyrri hluta tíma-
bilsins, söguöldina sjálfa. Heimildirnar
um 10. öldina eru flestar skráðar um
það bil þremur öldum eftir að atburð-
imir gerðust, og þó að flestar íslend-
ingasögur feli í sér sannsögulegan
kjama, sem hefur varðveitzt munnlega
frá einni kynslóð til annarrar, er enginn
vafi á því, að margt og mikið hefur
skolazt til á þessum langa tíma, og marg-
ar af sögunum hafa mótazt venilega af
því umhverfi, sem sagnaritarar 13. ald-
ar lifðu og hrærðust í, en þá var margt
breytt frá því á söguöld. Hafa jafnvel
verið leidd rök að því, að sumir atburð-
ir og persónur sagnanna beri að ýmsu
leyti svipmót atburða og persóna 13.
aldar, er sagnaritararnir þekktu. Sumar
fslendingasagnanna að minnsta kosti
eru því meir í ætt við sögulega rómana
en eiginlega sagnaritun. — Heimildim-
ar um síðari hluta 12. aldar og 13. öld-
ina eru miklum mun áreiðanlegri, og er
þar einkum að nefna Sturlungusafnið
og sumar biskupasagnanna. Margt af
þessum ritum er skráð af mönnum, sem
lifað höfðu þá atburði, er þeir lýsa, þó
að talsverðrar hlutdrægni í frásögn gæti
þar sums staðar, jafnvel á stöku stað hjá
manni eins og Sturlu Þórðarsyni, sem
annars hefur verið talinn til fyrirmynd-
ar um heiðarleik og óhlutdrægni.
Ollum þessum heimildum er það sam-
eiginlegt, að þær snúast að langmestu
leyti um persónusögu og þá einkum
sögu höfðingja og höfðingjaætta. Al-
menn þjóðarsaga em þær því alls ekki.
Heimildir um atvinnuhætti og lífskjör
alþýðu manna em af skornum skammti
og finnast í brotum á víð og dreif í frá-
sögninni, og er ekki hlaupið að því að
raða því brotasilfri og gera úr því
heildarmynd. Um önnur eins höfuðat-
riði og fólksfjölda á íslandi, gripaeign
landsmanna og utanríkisverzlun er
margt á huldu og skoðanir skiptar.
Áhugi sagnaritara, bæði íslenzkra og
útlendra, beindist langt fram eftir 19.
öld að langmestu leyti að persónusögu
þjóðveldistímans. Þessu olli að verulegu
leyti hin nasjónalrómantíska söguskoð-
un, sem leit á þetta tímabil sem blóma-
skeið hetjuskapar, drenglyndis og hvers
konar manndáða. Er sú skoðun að vísu
engan veginn útdauð hér á landi enn,
hér er enn í dag margt manna, sem líta
á sögurnar sem hálfgerð helgirit, og að
goðgá sé að beita þær venjulegri histor-