Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 25
HEIMA OG HEIMAN 15 var gefið út til þess að róa eða kyrra alþýðu landsins vegna kjarnorku- árása sem húsbændur Christensens töldu þá vera yfirvofandi á Dan- mörku. í yfirlýsíngu ráðunautsins, skv. Berlingske aftenavis, 17. maí 1950. segir að á komandi mánuðum muni verða unnið að því að kenna fólki í Danmörku hvernig það eigi að haga sér í kjarnorkustríði því sem þá sé yfirvofandi þar í landi. Talið er líklegt að Kaupmannahöfn verði jafnað við jörðu með kjarnorkuspreingju. Um meginþorra íbúanna, eða 85—- 90% er ekki feingist, af þeim virðist sumsé ekki þörf að hafa neinar áhyggjur, en það er tekið fram að 10—15% þess fólks sem verði lostið spreingjunni muni að vísu halda lífi, en sé líklegt til að fá torlæknaðan eða jafnvel ólæknandi sjúkdóm af radíógeislun. Kvölum þeim sem þessir tilvonandi aumíngjar eiga að þola er lýst af mikilli ákefð í skjal- inu og útmálað hvernig þeir dragist upp við skelfileg harmkvæli eða deyi úr sjúkdómum þeim sem þeir fá uppúr lostinu. En með því að í Dan- mörku eru læknar góðir og vísindamenn, segir í skjalinu, þá leggur Christensen til að sérhver einstaklíngur í Danmörku verði látinn bera á sér, og skilji aldrei við sig, mæli nokkurn, sem að aflokinni spreingju- hríðinni verði lesið á, til að sjá hversu sterkri útgeislun hver og einn hafi orðið fyrir í hríðinni; og verður lækníngatilraunum við aum- íngja þessa hagað eftir því. Ennfremur skulu allir danir bera á sér seðil með nafni sínu, svo hægt sé að gánga úr skugga um hvað líkið hefur heitið í lifanda lífi. Þegar búið er að jafna Kaupmannahöfn við jörðu, en það telur Christensen auðvelt með einni spreingju, og þarmeð öllum sjúkrahúsum og öðrum hjúkrunarstöðvum í borginni, þá á að skipu- leggja hjálparleiðángra utanúr sveitum til höfuðborgarinnar, til þess að grafa upp lík og sjúklínga úr rústunum, og flytja þá síðan útá landsbygð- ina, en þar skilst manni að ríki góður friður og mikil sveitasæla að von- um. „Ekki verður mikill vandi að gera það,“ segir þessi hráslagalegi maður síðan orðrétt. Þegar kjarnorkuhríðin hefur riðið yfir Danmörku, segir þvínæst í plagginu, þá verður höfuðverkefni hjálparsveitanna það að hafa uppi á sérhverjum borgara. „Einginn þarf að kvíða því að honum verði gleymt,“ stendur orðrétt í plagginu, „jafnvel ekki þeim sem dysjaðir eru undir hrundum byggíngum. Það mun verða haft uppá þeim, hvort þeii eru heldur lífs eða liðnir.“ Eða einsog dönsku blöðin orðuðu þetta í út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.