Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 91
OPIÐ LAND • LOKUÐ MENNING
81
Hugsun hans nærist á lífi einhverra annarra, einhvers hóps, sem hann
hefur safnað í kringum sig, sem hefur þrengt sér inn í návist hans.
Litlu máli skiptir, hvort það eru heldur raunverulegir holdi gæddir
samtímamenn eða Iöngu liðnir andar, sem tala til hans með afrekum
sínum.
I allri menningu má finna nokkur aðaleinkenni. Það sem greinir
eina menningu frá annarri er innbyrðis afstaða og mikilvægi þessara
einkenna. Lítum nú lauslega á þrjá þessara þátta: stefnu menningar-
innar, reynslu þá, sem hún verður fyrir og aðlögunarhæfni hennar.
— Hver menning á sér vissa stefnu, einhverja hefð, sem gengur að
erfðum frá einni kynslóð til annarrar. Hefð þessi gefur þjóðlífinu sér-
stakan blæ, sníður því horf viðfangsefna og sjónarmiða. Það sem al-
mennt er nefndur „smekkur“ í listum og hókmenntum er mjög þrungið
gamalli hefð.
— En þjóðlífið er á sífelldri hreyfingu; á vegferð sinni mætir það
margvíslegri reynslu, ekki einungis styrjöldum, drepsóttum og hag-
kreppum, heldur og mörgu öðru. Uppgötvanir vísindamanna eru oft
inerkileg reynsla fyrir lífsskoðanir þjóðanna. Tökum t. d. þau áhrif,
sem niðurstöður Kopernikusar höfðu á sínum tíma. Vísindarannsóknir
atómsérfræðinga nú á tímum eru einnig farnar að hafa sín áhrif á
heimspeki margra manna. 011 þessi reynsla færir menningunni heim
viðfangsefni, sem krefjast úrlausnar. Enginn einstæður atburður getur
þolað að dveljast utangátta; hann verður að leita sér staðar í heildar-
mynd menningarinnar.
— Á þessu tvennu sést því, að hver stund sögunnar krefst nýrrar
jafnvægisstöðu menningarinnar. Vissulega er sagan misjafnlega auðug
af atburðum; ekki eru alltaf tímamót. Stundum líða svo langir tímar,
að ekkert sérstakt ber til tíðinda. Stundum aftur á móti skellur á flóð-
bylgja nýrrar reynslu. Þannig er t. d. nú um ísland. Það er á þessum
tímum, sem mest reynir á þolgæði menningarinnar. Hefðin getur verið
svo sterk, svo þung í vöfum og rótgróin, að henni er ómögulegt að
sveigja til útviði sína og rýma til fyrir nýjungum. Hvað gerist þá?
Annað hvort blasir við algert hrun menningarinnar eða þá að þjóðin
klofnar. Sumir þegnar hennar segia skilið við hina gömlu menningu
(að svo miklu levti sem slíkt er hægtl og reyna að þreifa fyrir sér
eftir haldfestu í útjöðrum hennar. Aðrir halda dauðahaldi í fortíðina,
Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1954 6