Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 119
UMSAGNIR UM BÆKUR 109 ekkert hefði þurft fyrir þeim að hafa, og mun jafnvel sönnu næst, að beztu kvæði bókarinnar séu einmitt |iau, sem nýstárlegust eru í þessu tilliti. Það er ekki um að villast, að íslenzk Ijóðlist hefur hér eignazt einn sinn frumlegasta nýsköpuð á vettvangi formsins, jafn- framt því að hér er sýnt í raun og fram- kvæmd, að ljóðform vort á sér næga möguleika endurnýjunar, án þess að taka þurfi til örþrifaráða „atóm“-kveð- skapar eða „abstrakt“-ljóðagerðar. Þó er það reyndar ekki Ijóðformið fyrst og fremst, sem gerir kvæði Þorsteins svo sérkennileg og hugstæð, heldur jafnvel ennþá fremur það, sem við tekur, þar sem sjálfu forminu í þrengri merkingu sleppir, — allur hinn persónulegi blær ljóðanna slunginn ótal þáttum máls og stíls, mynda og líkinga og mótaður því sérstaka viðhorfi skáldsins til vandamála samfélags og samtíðar, sem svo miklu ræður um val yrkisefna og alla meðferð þeirra. Og það er einmitt hin skáldlega túlkun á því viðhorfi, sem framar öðru gefur þessum kvæðum gildi. Höfundi þeirra liggja stór málefni þungt á hjarta. Áhyggja um örlög mannkynsins í heild og örlög íslenzkrar þjóðar sérstaklega sækir að honum og varpar stundum döprum skugga á Ijóð hans. Hann veit sig lifa á válegum tímum og skilur, að háski vofir yfir. En örvænting er honum þó í raun og veru fjarri skapi, og það er alltaf trúin á sigur hins sanna, góða og fagra, sem hæst ber að lokum og feykir á burt öllum efasemdum. Lítum nánar á nokkur þessara ljóða. Tökum til dæmis Æskusöng, fyrsta kvæði bókarinnar í þeim flokki, sem hér er til athugunar, og ágætt dæmi þess, hvernig andi, form og efni Ijóðs getur fallizt í faðma hjá Þorsteini. Kvæðið býr yfir fágætri fegurð. Hver ljóðlína er ljúf hrynjandi, en heildin listfenglega mótuð og rökhugsuð. Hvar getur hug- þekkara erindi en þetta: Breiðir oss veröld á vori í ljóma, ómum og angan blóms ómælisfaðm og felur vor forlög mörg í einum, — skógar í blaðbrumi og barnshönd alls lýðs, — hvar skáldlegri mynd en þessa: — forlög skógar fólgin í blaðbrumi og for- lög alls lýðs í bamshendi? (Þágufallið „barnshönd“ er hér skáldaleyfi, sem á sér fordæmi hjá íslenzkum góðskáldum og fer betur á þessum stað en viður- kennda myndin ,,barnshendi“). — Þetta er æskusöngur hins unga mannkyns, sem fagnar morgni fagurs komandi dags. Skáldið skynjar mannkynið sem alls- herjar bræðralag undirorpið sameigin- legum örlögum, hvort sem er til ills eða góðs: Heill eigum höll eina og ógn, ef til vill, sviptir blekkingunni af þeirri ímyndun, er einstaklingar, stéttir eða þjóðir hyggja sér geta til langframa skinið gott af þeim ávinningi, sem unninn er á kostnað náungans: Hjóm verður hver vor sigur nema heims sé, lands og þjóðar, og lýkur kvæðinu á hinni fögru hvöt: Beinum á veg vonar veraldar samfylgd. Annað kvæði þessu sviplíkt og andlega skylt og þó ef til vill ennþá hugðnæm- ara listaverk er Vor, þar sem skáldið lýsir þungri vegferð mannkynsins um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.