Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 90
80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
stæð um íslenzka menningu og hæpið að telja hana með öllu fulltrúa
hennar. Ennfremur má athuga menninguna með tilliti til stéttaskipt-
inga: kennarar, iðnaðarmenn, daglaunamenn, sjómenn, bændur o. s.
frv. (skipting þjóðar í stéttir er reyndar mjög flókin).
Ef við göngum út frá menningunni sem ákveðinni heild, sést fljótt,
að ekki túlka allar þessar stéttir menninguna á sama liátt né í jafnrík-
um mæli. Kennarar leggja t. d. oft sérstaka áherzlu á málfegurð og
varðveizlu málsins. Þeir, sem fást við verkleg störf, myndu sennilega
beina huga sínum meir að hinum hagnýtari hliðum menningarinnar
(oft er t. d. talað um að verkfræðingar hafi lítinn áhuga á listum og
bókmenntum).
Ekki hafa allar stéttir þjóðfélagsins heldur notið jafnlangrar né sams-
konar skólagöngu. Búast má við að sá, sem einungis hefur notið barna-
fræðslu, hafi ekki sömu skoðanir um menningarmál og langskólagengið
fólk. — Allt þetta og margt fleira verður að taka til greina, þegar at-
hugað er, hvernig menning þjóðarinnar endurspeglast í hverjum ein-
staklingi. Menn eru ekki á sama hátt næmir fyrir áhrifum hennar; fer
það eftir upplagi þeirra, uppeldi öllu, menntun, starfi, áhugamálum og
þeim hópi manna, er þeir eiga skipti við. Einstaklingurinn er eins kon-
ar brennipunktur, þar sem margvísleg öfl mætast og renna saman í
eina heild. Efniviður persónuleikans kemur að mestu utanfrá; úrvinnsla
hans er að mestu verk okkar sjálfra. Sagt er að þessi eða hinn eigi
lítinn persónuleik. Sá skilar hráefninu að mestu óunnu, eða lætur sér
nægja að taka upp framferði þeirra, sem hann umgengst.
Stundum getur persónuleikinn verið sterkur og seiðþrunginn, ný-
stárlegur og sérstæður smíðisgripur, sem opnar augu fjöldans fyrir
nýrra og hjartara ljósi. Svipþungi hans og áhrifavald getur jafnvel
sveigt menninguna inn á áður ókunna stigu, aukið frjósemd hennar og
fengið hana til að bera ríkari ávexti.
Maðurinn er aldrei einn. Innra með honum hrærist líf og menning
umhverfis hans, þeirra sem hann umgengst, þess sem hann hefur lesið,
heyrt og séð. Við lútum alltaf einhverjum öflum, sem eru sterkari en
við sjálf. Við eigum vini, kunningja og ættfólk, sem okkur er kært.
Nauðsyn er okkur að fylgja því að einhverju leyti; að öðrum kosti
myndum við einangrast og fölna. Jafnvel hinn sterkasti persónuleiki
getur ekki slitið öll félagstengsl og lifað einangraður í hugsun sinni.