Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 20
10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
á Lækjartorgi, hvað yfirvöldin voru snör í viðbrögðum að láta setja upp
skóbustunarfyrirtæki einmitt á púnktinum þar sem stæði var ákjósan-
legast handa listaverkinu. Reyndar fór hið veglega skóbustunarfyrirtæki
skjótlega á hausinn, en menníngarlegar dreggjar þjóðfélagsins sáu fljótt
ráð til að koma fram sínum vilja fyrir því, og létu villutrúarmann nokk-
urn fara uppá kassa til að prédika helvíti bæði sýknt og heilagt einmitt
nákvæmlega á staðnum þar sem stúngið hafði verið uppá að verk snill-
íngsins væri látið rísa. Slíkur er hugur bæaryfirvalda í Reykjavík gagn-
vart list; ekki furða þótt sumir menn sem híngað koma úr siðuðum
löndum kalli höfuðborg vora ólistrænasta höfuðborg jarðar (ég mundi
þó segja að Washington væri enn ólistrænni, því þar er ekki einusinni til
þjóðleikhús). Hinu verður ekki í móti mælt að yfirvöld Reykjavíkur
kjósa heldur að heyra villutrúarmenn segja sér til helvítis af Lækjartorgi
seint og snemma en reisa þar verk íslenskra snillínga.
Leingi hefur verið í bígerð að reisa snildarverk Ásmundar Sveinsson-
ar Vatnsberann á ahnannafæri í Reykjavík, en aðdáendur lafafrakkans
hafa komið í veg fyrir það; þeir vilja auðvitað hafa vatnsberann á lafa-
frakka — sem í þessu falli væri þó ekki alveg útí bláinn, því Sæmundur
með sextán skó er einlægt á lafafrakka á ljósmyndum, ef ég man rétt.
Formaður í Fegrunarfélagi Reykjavíkur, orðvar maður, hefur sagt mér
sem dæmi um það hve listkúgunin væri sterk, að umboðsmenn hreyfíng-
ar þeirrar sem sett var til höfuðs Fegrunarfélaginu hefðu hríngt sig upp
og tjáð sér að ef Vatnsberinn yrði reistur, þá væri hópur manna með
barefli búinn að panta að fá að greiða líkneskjunni fyrsta höggið til að
mölva hana. Mér hefði virst þetta tvíefld hvöt til að reisa Vatnsberann
sem allra fyrst. Myndbrjótar eru altaf sérkennilegt fyrirbrigði — alveg
án tillits til hvort Vatnsberinn er góður eða vondur. Þessi stefna, eða
réttara sagt þetta andlega ásigkomulag, hefur látið til sín taka á ýmsum
tímum víðsvegar um heim, stundum meira að segja í formi styrjalda
(íkónóklastisku stríðin). Það væri alveg tilvalið tækifæri fyrir land-
kynníngarsinna hér að koma á stað myndbrotastefnu í Reykjavík til að
gera garðinn frægan. Vér íslendíngar mundum þá aftur taka upp þráð-
inn þar sem synódunni í Konstantínópel slepti árið 843, en þá tókst að
ráða niðurlögum myndbrjóta sem styrjaldarflokks innan kristindómsins.
Ekki vantar það, hægt er sosum að afla sér siðferðilegs stuðníngs úr