Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 20
10 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á Lækjartorgi, hvað yfirvöldin voru snör í viðbrögðum að láta setja upp skóbustunarfyrirtæki einmitt á púnktinum þar sem stæði var ákjósan- legast handa listaverkinu. Reyndar fór hið veglega skóbustunarfyrirtæki skjótlega á hausinn, en menníngarlegar dreggjar þjóðfélagsins sáu fljótt ráð til að koma fram sínum vilja fyrir því, og létu villutrúarmann nokk- urn fara uppá kassa til að prédika helvíti bæði sýknt og heilagt einmitt nákvæmlega á staðnum þar sem stúngið hafði verið uppá að verk snill- íngsins væri látið rísa. Slíkur er hugur bæaryfirvalda í Reykjavík gagn- vart list; ekki furða þótt sumir menn sem híngað koma úr siðuðum löndum kalli höfuðborg vora ólistrænasta höfuðborg jarðar (ég mundi þó segja að Washington væri enn ólistrænni, því þar er ekki einusinni til þjóðleikhús). Hinu verður ekki í móti mælt að yfirvöld Reykjavíkur kjósa heldur að heyra villutrúarmenn segja sér til helvítis af Lækjartorgi seint og snemma en reisa þar verk íslenskra snillínga. Leingi hefur verið í bígerð að reisa snildarverk Ásmundar Sveinsson- ar Vatnsberann á ahnannafæri í Reykjavík, en aðdáendur lafafrakkans hafa komið í veg fyrir það; þeir vilja auðvitað hafa vatnsberann á lafa- frakka — sem í þessu falli væri þó ekki alveg útí bláinn, því Sæmundur með sextán skó er einlægt á lafafrakka á ljósmyndum, ef ég man rétt. Formaður í Fegrunarfélagi Reykjavíkur, orðvar maður, hefur sagt mér sem dæmi um það hve listkúgunin væri sterk, að umboðsmenn hreyfíng- ar þeirrar sem sett var til höfuðs Fegrunarfélaginu hefðu hríngt sig upp og tjáð sér að ef Vatnsberinn yrði reistur, þá væri hópur manna með barefli búinn að panta að fá að greiða líkneskjunni fyrsta höggið til að mölva hana. Mér hefði virst þetta tvíefld hvöt til að reisa Vatnsberann sem allra fyrst. Myndbrjótar eru altaf sérkennilegt fyrirbrigði — alveg án tillits til hvort Vatnsberinn er góður eða vondur. Þessi stefna, eða réttara sagt þetta andlega ásigkomulag, hefur látið til sín taka á ýmsum tímum víðsvegar um heim, stundum meira að segja í formi styrjalda (íkónóklastisku stríðin). Það væri alveg tilvalið tækifæri fyrir land- kynníngarsinna hér að koma á stað myndbrotastefnu í Reykjavík til að gera garðinn frægan. Vér íslendíngar mundum þá aftur taka upp þráð- inn þar sem synódunni í Konstantínópel slepti árið 843, en þá tókst að ráða niðurlögum myndbrjóta sem styrjaldarflokks innan kristindómsins. Ekki vantar það, hægt er sosum að afla sér siðferðilegs stuðníngs úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.