Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 104
94 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR dró æki sitt yfir skurðinn, ofan engið og staðnæmdist nokkra metra frá flæðarmáli. Þar velti hann skápnum af grindinni og bjó þar um sumarið. Á hverju kvöldi skreið hann inn í fataskápinn og skellti hurð- inni eins og loki á kistu á eftir sér. Á hverjum morgni ýtti hann upp lokinu og kom inn í þennan heim eins og í sjálfkvaddri, daglega endur- tekinni, uppstigning. Um sumarið gróf hann sér af hyggindum holu, sem þá er haustrigningar byrjuðu var orðin að helli, gryfju með þaki sem reis eins og lágur kambur eða öllu fremur ójafna í landslaginu, nokkra metra á hvern veg. Barnavagnsgrindin ryðgaði í sundur. Fata- skápurinn var höggvinn í eldinn. Einbúinn á Þjóðuskaganum er nú búinn að búa í helli sínum yfir tuttugu ár, en frá því hann fyrsta sum- arið var að grafa hefur hann ekki sézt úti meðan dagur er á lofti. Og ég get ekki sagt að ég hafi hitt hann, en ég hef nokkrum sinnum séð bregða fyrir blóðvana andliti hans með skakkan þegjandi munn þegar ég kom að honum óvörum í kvöldúðanum eða um stjörnubjarta nótt, áður en honum tókst að skjótast eins og rottu inn í helli sinn eða ráfa hljóðlaust, baksandi eins og leðurblaka, eftir fjörunni, á hikandi flótta undan tilverunni. Ég finn einhverja ánægju í því, saddur og sljór eins og ég er, að hugsa um þessa veru sem fyrirlítur hina tímanlegu gleði. Það veitir manni jafnan huggun og frjálsræði að hugsa um heimsfyrirlitninguna þegar maður er sjálfur þreyttur á honum. • Léttari á sér eftir þessar röksemdir flýgur hugurinn norðureftir til sveitarinnar kringum Nors-vatn fyrir sunnan Hanst-hólm, þar sem ég árla morguns, meðan vegirnir voru enn hvítbláir og loðnir af hrími glitrandi í geislum frá lággöngulli sól, gekk inn á milli stórra þung- lamalegra kletta ásamt presti sem verið hafði gestgjafi minn í nokkra daga. Við og við hlupu akurhænsn eftir sandinum, fasanar flugu upp frá nálægri grenigróðrarstöð og einu sinni hljóp villihafur í hlykkjum yfir götuslóðann og hvarf fyrir klett, þakinn melgrasi. Mér virtist presturinn hjartahreinn og velviljaður en ráðvilltur í tímanlegum málefnum eins og svo margir hans líkar, ef til vill helzt til guðfræðilegur í hugsanagangi og full álasandi, líðandi af þessari höfuð- ástríðu Dana, sem þeir hafa þjáðst af í marga ættliði, ágalli gamallar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.