Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 111
UMSAGNIR UM BÆKUR 101 ískri krítik eða draga upp aðra mynd af söguöldinni en þá, sem þeir hafa drukk- ið í sig með móðurmjólkinni. Á síðustu áratugum 19. aldar og á 20. öld hafa þó sagnfræðingar yfirleitt leitazt við að skapa sér aðra mynd og raunsærri af söguöldinni. Þá er fyrir alvöru farið að reyna að finna samhengi í sögu þjóð- veldistímans, gera sér mynd af þróun atvinnuhátta og þjóðfélagsskipunar. Mikið hefur áunnizt á þessu sviði, en mörg vandamál eru enn óleyst og verða sennilega sumar gátumar aldrei ráðnar með öruggri vissu. Samfara þessum rannsóknum hefur hin rómantíska skoð- un 19. aldar orðið að víkja, menn sjá ekki lengur tímabilið í rósrauðum hill- ingum, heldur í gráfölva hversdagsleik- ans. Ef til vill hafa sumir gengið of langt í hina áttina og ekki viljað koma auga á neitt annað en skuggahliðarnar. Það ber að telja til stórlíðinda í ís- lenzkri sagnfræði, er ungur sagnfræðing- ur, Bjöm Þorsteinsson, ræðst í að rita heildarsögu þessa tímabils. Viðfangs- efnið er geysivandasamt, úr umfangs- miklum heimildum er að vinna, og skoð- anir fyrri sagnfræðinga stangast oft í ýmsum meginatriðum. En Björn gengur að verkinu með elju og vinnugleði og fer sínar eigin leiðir, þegar því er að skipta. Einn höfuðkostur þessa rits er það, að höfundurinn lítur ekki á sögu ís- lands sem eitthvað alveg sérstakt, slitið úr tengslum við hina almennu þróun í Evrópu, en slíkt hefur viljað brenna mjög svo við hjá ýmsum hinna fyrri sagnfræðinga. Saga íslendinga verður hvorki á þessu tímabili né endranær skil- in nema með sífelldri hliðsjón af þróun- inni úti í hinum stóra heimi. Hitt er svo annað mál, að ýmislegt í atvinnuháttum, stjómarfari og menningu þróaðist á sér- kennilegan hátt úti á íslandi. Það er i samræmi við þessi vinnubrögð Björns, að hann lætur rit sitt ekki hefjast með upphafi íslandsbyggðar, heldur fjallar um það bil fjórðungur ritsins um sögu Evrópuþjóðanna og þá einkum germ- anska stofnsins áður en ísland fannst. Bókin hefst meira að segja á myndun sjálfrar jarðarkúlunnar. Margt er fróð- legt í þessum köflum, ekki sízt að því er snertir forsögu Norðurlandaþjóðanna og þá einkum Norðmanna, en höfundur leggur á það mikla áherzlu, eins og auð- vitað er rétt, að saga íslendinga á þjóð- veldistímanum verði alls ekki skilin án þess að hafa í huga allar þjóðfélagsað- stæður í Noregi, er landnámsmenn tóku sig þaðan upp. Þeir komu úr landi ætt- arríkja, þar sem höfðingjavald og trúar- brögð voru samvafin á óteljandi vegu, en víkingaöldin hafði þó komið af stað losi á þessu sviði að minnsta kosti í sumum hlutum Noregs. En dvöl hinna fyrstu kynslóða í nýju landi með ólíkum að- stæðum hlaut þó að valda miklum breyt- ingum, og hið nýja blandaðist hinu gamla á marga vegu. Hann rekur síðan siðaskiptin, er íslendingar tóku kristni og upphaf siðmenningar, ritlistar og ým- issa alþjóðlegra menningarstrauma, sem sigla í kjölfar kristninnar. Skoðanir Bjöms á áhrifum kirkjunnar á þróun höfðingjavalds á íslandi er eitt hið ný- stárlegasta í ritinu, en hann leggur á það megináherzlu, að kirkjustaðimir og þær margvíslegu tekjur er þeim fylgdu, hafi orðið helzta undirstaða höfðingjavalds- ins og átt meginþátt í þeirri stórfelldu röskun, sem varð á allri valdaafstöðu í landinu á 12. og 13. öld. Ýmsar höfð- ingjaættanna nota kirkjuauðinn í sína þágu og hef jast með því til auðs og vegs langt umfram aðrar. Það er ekki fyrr en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.