Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 61
UM GARCÍA LORCA
51
verkum dulúðugan harmþunga og furðulega líkan. García Lorca notar
hér alla kunnáttu sína sem láðs- og lagardýr: Söngur, dans, litir, tónar,
leikur, ljóð gegnir hvert sínu hlutverki, og með þau er þannig farið, að
af verður hrífandi sinfónía af óvenjulegri reist.
Aðalpersónurnar bera engin nöfn, eru aðeins kallaðar Móðirin, Brúð-
urin, Brúðguminn o. s. frv., og eru það áhrif frá súrrealismanum. Einnig
er í leikritinu táknrænt, sýmbólistískt, innskot, þar sem Dauðinn og
Máninn koma fram.
„ Árið 1934 var annað leikritið í þríleiknum um kon-
una frumsýnt í Madrid. Nefnist það „Yerma“. Orðið
yerma þýðir þurr, ófrjór eða ósáinn jarðvegur. En hér er það notað um
konu, og verður þá íslenzka orðið óbyrja lagi næst, þó ekki sé það fylli-
lega sömu merkingar. Aðalpersónan, Yerma, er ósáinn akur, en þar með
er ekki sagt, að hún sé ófrjó.
Eins og Blóðbrullaup gerist þessi leikur meðal spænsks sveitafólks,
lýsir rótgrónum venjum þess og hugmyndum, baráttu milli tilfinninga
og hleypidóma. Aðalpersónurnar eru ungur bóndi, Juan, og kona hans,
Yerma. Atburðarás er raunverulega engin. Þetta er „harmleikur ófull-
nægðrar móðurþrár“, eins og sænska skáldið Hjalmar Gullberg hefur
komizt að orði. Yerma á eina þrá öllum heitari: að eignast barn. En sú
von hennar rætist aldrei, því að maður hennar er værukær aurasál og
vill ekki eiga barn: það kostar peninga og veldur manni alls konar erfið-
leikum. Aldagamlar siðferðishugmyndir meina henni að segja skilið
við bónda sinn: Það sem Guð hefur tengt saman, mega mennirnir ekki
aðskilja. Heiður hennar bannar henni að leita úrlausnar hjá öðrum
karlmönnum. Hún er kviksett í gröf hjónabandsins. í leikslok tekur óvirt
móðurþráin líf húsbóndans að hefnd, Yerma kyrkir Juan á sviðinu, þeg-
ar hann játar, að hann hafi aldrei viljað eignast barn, aðeins kennt henn-
ar vegna hennar sjálfrar, ekki vegna barnsins.
Leikritið er að miklu leyti í ljóðum og allt mjög ljóðrænt. Eins og í
Blóðbrullaupi er hér leikið á alla strengi — ljóð, tónar, söngur, leikur,
litir, dans fléttuð saman til að ná leikrænum áhrifum. Einnig er hér tákn-
rænt innskot, þar sem allar listir eru leiknar samtímis og kjarni leiksins
sýndur í stuttri, áhrifaríkri táknmynd. „Yerma“ hefur verið leikin víða
um lönd og hlotið mjög góða dóma.