Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 76
ELÍ AS M AR : Volaðs vera 1. Þegar vetur er genginn í garð, rís fjallið jökulhvítt upp af dalslétt- unni, einna líkast brimöldu við strönd annarlegs heims, frosinni, stirðn- aðri holskeflu í álögum; þetta ægilega snjóbákn. Það hótar því að kasta álagahamnum fyrirvaralaust og skella yfir bæi sléttunnar. í þeirri hvítu frostauðn er lífveran ofur smá. Hver nótt er löng; dagurinn ýmist glórulaus eða ofbjartur. Einatt sér ekki mót himins og jarðar; þá er blint. Fremsti bær í víðum og flatlendum dal: Stormsveipsstaðir, alveg frammi við heiðarsporðinn. Það andar köldu frá þeirri eyðibyggð. Og í átt frá fjallinu heyrast ósjaldan váleg hljóð, jafnvel þó allt sé kyrrt, varla bærist hár á höfði og hver smáspræna í klakaviðjum. Þau koma úr gljúfrunum milli fjalls og bæjar. Það er alltaf stormur í þeim gljúfr- um; stormhljóð í gljúfrunum. Á þessum stað hafði verið búið svo lengi sem sögur fóru; þangað til fyrir tveim árum. Þá fluttist bóndinn á mölina; konan var dáin. Storm- sveipsstaðir; þarna liggja þeir í náð undir feiknlegri snjóöldunni, grafn- ir í hvítt, eins og allt annað; og þó mótar þar fyrir kolsvartri burst. Húsin búin að vera, þakið hálft, hver blettur tengdur hamförum guðs og manna, þjóðtrú, munnmælasögum, óhugnanlega nærstæðum atburð- um: Á þessum stað hafa verið frarnin þrjú sjálfsmorð frá því um síð- ustu aldamót. Draugar, álög, hefnd guðs, segja menn. Um veturnætur, meðan enn er snjólaust í byggð, kemur nýr ábúandi á þennan heillum horfna stað. Hann fer gangandi hálftíma vegarlengd, þaðan sem mjólkurbíllinn hefur skilað honum, lætur þunga byrði sína falla á hlaðið og skyggnist um. Hann sér til næsta bæjar, Illugagils, og honum finnst það geta verið þriggja til fjögurra kílómetra veg burtu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.