Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 76
ELÍ AS M AR :
Volaðs vera
1.
Þegar vetur er genginn í garð, rís fjallið jökulhvítt upp af dalslétt-
unni, einna líkast brimöldu við strönd annarlegs heims, frosinni, stirðn-
aðri holskeflu í álögum; þetta ægilega snjóbákn. Það hótar því að
kasta álagahamnum fyrirvaralaust og skella yfir bæi sléttunnar. í þeirri
hvítu frostauðn er lífveran ofur smá. Hver nótt er löng; dagurinn ýmist
glórulaus eða ofbjartur. Einatt sér ekki mót himins og jarðar; þá er blint.
Fremsti bær í víðum og flatlendum dal: Stormsveipsstaðir, alveg
frammi við heiðarsporðinn. Það andar köldu frá þeirri eyðibyggð. Og
í átt frá fjallinu heyrast ósjaldan váleg hljóð, jafnvel þó allt sé kyrrt,
varla bærist hár á höfði og hver smáspræna í klakaviðjum. Þau koma
úr gljúfrunum milli fjalls og bæjar. Það er alltaf stormur í þeim gljúfr-
um; stormhljóð í gljúfrunum.
Á þessum stað hafði verið búið svo lengi sem sögur fóru; þangað til
fyrir tveim árum. Þá fluttist bóndinn á mölina; konan var dáin. Storm-
sveipsstaðir; þarna liggja þeir í náð undir feiknlegri snjóöldunni, grafn-
ir í hvítt, eins og allt annað; og þó mótar þar fyrir kolsvartri burst.
Húsin búin að vera, þakið hálft, hver blettur tengdur hamförum guðs
og manna, þjóðtrú, munnmælasögum, óhugnanlega nærstæðum atburð-
um: Á þessum stað hafa verið frarnin þrjú sjálfsmorð frá því um síð-
ustu aldamót. Draugar, álög, hefnd guðs, segja menn.
Um veturnætur, meðan enn er snjólaust í byggð, kemur nýr ábúandi
á þennan heillum horfna stað. Hann fer gangandi hálftíma vegarlengd,
þaðan sem mjólkurbíllinn hefur skilað honum, lætur þunga byrði sína
falla á hlaðið og skyggnist um. Hann sér til næsta bæjar, Illugagils, og
honum finnst það geta verið þriggja til fjögurra kílómetra veg burtu,