Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 45
UM GARCÍA LORCA 35 Residencía de Estudiantes rýni og sjálfsaga, kasta hisminu og hafa það eitt, sem satt var og ósvikið í hverju efni, og leggja meginrækt við þjóðleg menningarverðmæti. „Kynslóðin frá 98“ markaði djúp spor í andlegt líf spænsku þjóðar- innar. Baráttan um hin tvö sjónarmið frjóvgaði menningarlíf landsins, en sljóvgaði ekki. Fylgismenn kastilíu-stefnunnar veittu eftir getu erlend- um menningarstraumum inn í landið, og formælendur andalúsíu-stefn- unnar hlýddu á „nið aldanna“ í spænsku þjóðlífi og reyndu að fá þjóð- ina til að leggja við hlustir líka. Kröfurnar um miskunnarlausan sjálfs- aga og gagnrýni, um óþreytandi leit að hinu sanna og ósvikna hófu mennt og listir á hærra stig en áður. Residencía de Estudiantes er menntasetur, sem stofn- að var í lok 19. aldar að tilstuðlan eins mætasta menntamanns og menningarfrömuðar spánverja á 19. öld — Don Francisco Giner de los Ríos. Þar dvaldist kjarni ungra mennta- og listamanna Spánar við framhaldsnám. Kennsla var öll með mjög frjálsu, húmanistisku sniði og heimsborgarabrag. Kennarar voru flestir frjálshuga og víðsýnir aristókratar í orðsins beztu merkingu. Þótt flestir væm þangað komnir úr yfir- eða millistétt, leituðu menntamenn- irnir við Residencía eigi síður þeirra verðmæta, sem varðveitt voru eða sköpuð rueðal hins breiða fjölda, og menntun alþýðu var mörgum þeirra alvarlegt áhugamál. Fjöldi þeirra hélt uppi einarðri baráttu gegn ein- ræðisbrölti konungs og hershöfðingja, og frá þessu menntasetri komu margir traustir liðsmenn lýðveldisins. Residencía de Estudiantes var inn- blásin anda „Kynslóðarinnar frá 98“. García Lorca var kominn hér í nýjan heim, því að Madrid og Granada eru eins ólíkar og tvær borgir í sama landi geta verið. Hvergi mátti kasti- líu-stefnan sín meira í landinu en í höfuðborginni. Um Madrid léku allir þeir straumar og „ismar“, sem uppi voru í listum í álfunni í lok fyrri heimsstyrjaldar. „Spánn var hlutlaust land í öllu nema bókmenntum og listum,“ hafði spænskur menntamaður sagt um afstöðu landsins til fyrri heimsstyrjaldar. Styrjöldin hafði svipt yngstu kynslóðina trú á mögu- leika til úrbóta í þjóðfélags- og atvinnumálum, og hún sneri við þeim baki vonsvikin. Hins vegar reyndi hún að leita sér lífsfyllingar í mennt- un og listum og lifa björtu lífi, þótt á dökkum grunni væri. Margir fóru flatt á öllum hinum aðsteðjandi dægurstefnum, öðrum urðu þær frjór aflgjafi og kannski engum eins og García Lorca. Kom honum ekki aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.