Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 99
BARROWS DUNHAM OG HUGSANAFRELSIÐ 89 ann í Fíladelfíu, seinustu árin forseti heimspekideildar. Hinn 27. febrú- ar í fyrra var hann kvaddur á fund rannsóknarnefndar McCarthys til að láta yfirheyra sig. Þegar þangað kom, neitaði hann að svara öðrum spurningum en um heimilisfang og fæðingardag og ár, og ákvað nefnd- in að ákæra hann fyrir að hafa sýnt þjóðþinginu lítilsvirðingu, og er það hin venjulega ákæra þeirrar nefndar, þegar svo stendur á; eru mörg dæmi um að hinir ákærðu hafi hlotið langa fangelsisvist og háar sektir. — Barrows Dunham sýndi með þessu að hann var staðráðinn í að veita viðnám gegn skoðanakúguninni og var reiðubúinn að taka afleiðingun- um. Framkoma hans var í samræmi við hegðun margra annarra sem nefndin hafði ætlað að yfirheyra og samhljóða skoðunum Einsteins sem hefur hvatt alla menntamenn til að neita yfirheyrslu rannsóknarnefndar- innar. Einstein hefur komizt svo að orði, að sérhver þeirra verði að vera reiðubúinn „að þola fangelsi og örbirgð, í stuttu máli, að fórna persónu- legum velfarnaði sínum fyrir menningarlegan velfarnað lands síns. Hinum afturhaldssömu stjórnmálaforingjum hafi tekizt að gera alla vit- ræna viðleitni tortryggilega í augum almennings með því að söngla í sí- fellu um erlenda hættu.“ Þegar þessum árangri hafði verið náð, ætluðu þeir að halda áfram á sömu braut með því að útrýma öllu kennslufrelsi og svipta stöðu sinni alla þá sem láta ekki kúgast, — það er að segja svelta þá. Einstein hefur mælt með þeirri aðferð að hafna allri samvinnu við yfirvöldin um þessi mál, því að góður árangur væri vís, ef nógu margir neituðu að svara spurningum rannsóknarnefndanna. „En fáist ekki nógu margir til að stíga það alvöruspor, þá eiga menntamenn þessa lands ekki betra skilið en þá ánauð sem þeim er fyrirhuguð.“ Barrows Dunham þurfti ekki að bíða lengi afleiðinganna af fram- komu sinni á fundi nefndarinnar, skömmu seinna var honum sagt upp stöðu sinni við háskólann. Nemendur hans héldu þá fjölmennan fund og mótmæltu skelegglega þessari ráðstöfun, og kennarafélag borgarinnar veitti ofsóknarmönnum hans um þetta leyti verðugt svar með því að sæma Dunham verðlaunum fyrir framúrskarandi afrek í þágu menntamála á undanförnu ári. I tilefni af því flutti Dunham ræðu og lýsti þar baráttu sinni svo spaklega og einlæglega, sem hans var von og vísa, að hún á það fyllilega skilið að koma fyrir sem flestra augu, og verða hér þýddir kafl- ar úr henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.