Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 91
OPIÐ LAND • LOKUÐ MENNING 81 Hugsun hans nærist á lífi einhverra annarra, einhvers hóps, sem hann hefur safnað í kringum sig, sem hefur þrengt sér inn í návist hans. Litlu máli skiptir, hvort það eru heldur raunverulegir holdi gæddir samtímamenn eða Iöngu liðnir andar, sem tala til hans með afrekum sínum. I allri menningu má finna nokkur aðaleinkenni. Það sem greinir eina menningu frá annarri er innbyrðis afstaða og mikilvægi þessara einkenna. Lítum nú lauslega á þrjá þessara þátta: stefnu menningar- innar, reynslu þá, sem hún verður fyrir og aðlögunarhæfni hennar. — Hver menning á sér vissa stefnu, einhverja hefð, sem gengur að erfðum frá einni kynslóð til annarrar. Hefð þessi gefur þjóðlífinu sér- stakan blæ, sníður því horf viðfangsefna og sjónarmiða. Það sem al- mennt er nefndur „smekkur“ í listum og hókmenntum er mjög þrungið gamalli hefð. — En þjóðlífið er á sífelldri hreyfingu; á vegferð sinni mætir það margvíslegri reynslu, ekki einungis styrjöldum, drepsóttum og hag- kreppum, heldur og mörgu öðru. Uppgötvanir vísindamanna eru oft inerkileg reynsla fyrir lífsskoðanir þjóðanna. Tökum t. d. þau áhrif, sem niðurstöður Kopernikusar höfðu á sínum tíma. Vísindarannsóknir atómsérfræðinga nú á tímum eru einnig farnar að hafa sín áhrif á heimspeki margra manna. 011 þessi reynsla færir menningunni heim viðfangsefni, sem krefjast úrlausnar. Enginn einstæður atburður getur þolað að dveljast utangátta; hann verður að leita sér staðar í heildar- mynd menningarinnar. — Á þessu tvennu sést því, að hver stund sögunnar krefst nýrrar jafnvægisstöðu menningarinnar. Vissulega er sagan misjafnlega auðug af atburðum; ekki eru alltaf tímamót. Stundum líða svo langir tímar, að ekkert sérstakt ber til tíðinda. Stundum aftur á móti skellur á flóð- bylgja nýrrar reynslu. Þannig er t. d. nú um ísland. Það er á þessum tímum, sem mest reynir á þolgæði menningarinnar. Hefðin getur verið svo sterk, svo þung í vöfum og rótgróin, að henni er ómögulegt að sveigja til útviði sína og rýma til fyrir nýjungum. Hvað gerist þá? Annað hvort blasir við algert hrun menningarinnar eða þá að þjóðin klofnar. Sumir þegnar hennar segia skilið við hina gömlu menningu (að svo miklu levti sem slíkt er hægtl og reyna að þreifa fyrir sér eftir haldfestu í útjöðrum hennar. Aðrir halda dauðahaldi í fortíðina, Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1954 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.