Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 25
HEIMA OG HEIMAN
15
var gefið út til þess að róa eða kyrra alþýðu landsins vegna kjarnorku-
árása sem húsbændur Christensens töldu þá vera yfirvofandi á Dan-
mörku.
í yfirlýsíngu ráðunautsins, skv. Berlingske aftenavis, 17. maí 1950.
segir að á komandi mánuðum muni verða unnið að því að kenna fólki í
Danmörku hvernig það eigi að haga sér í kjarnorkustríði því sem þá sé
yfirvofandi þar í landi. Talið er líklegt að Kaupmannahöfn verði jafnað
við jörðu með kjarnorkuspreingju. Um meginþorra íbúanna, eða 85—-
90% er ekki feingist, af þeim virðist sumsé ekki þörf að hafa neinar
áhyggjur, en það er tekið fram að 10—15% þess fólks sem verði lostið
spreingjunni muni að vísu halda lífi, en sé líklegt til að fá torlæknaðan
eða jafnvel ólæknandi sjúkdóm af radíógeislun. Kvölum þeim sem
þessir tilvonandi aumíngjar eiga að þola er lýst af mikilli ákefð í skjal-
inu og útmálað hvernig þeir dragist upp við skelfileg harmkvæli eða deyi
úr sjúkdómum þeim sem þeir fá uppúr lostinu. En með því að í Dan-
mörku eru læknar góðir og vísindamenn, segir í skjalinu, þá leggur
Christensen til að sérhver einstaklíngur í Danmörku verði látinn bera á
sér, og skilji aldrei við sig, mæli nokkurn, sem að aflokinni spreingju-
hríðinni verði lesið á, til að sjá hversu sterkri útgeislun hver og einn
hafi orðið fyrir í hríðinni; og verður lækníngatilraunum við aum-
íngja þessa hagað eftir því. Ennfremur skulu allir danir bera á sér seðil
með nafni sínu, svo hægt sé að gánga úr skugga um hvað líkið hefur
heitið í lifanda lífi. Þegar búið er að jafna Kaupmannahöfn við jörðu, en
það telur Christensen auðvelt með einni spreingju, og þarmeð öllum
sjúkrahúsum og öðrum hjúkrunarstöðvum í borginni, þá á að skipu-
leggja hjálparleiðángra utanúr sveitum til höfuðborgarinnar, til þess að
grafa upp lík og sjúklínga úr rústunum, og flytja þá síðan útá landsbygð-
ina, en þar skilst manni að ríki góður friður og mikil sveitasæla að von-
um. „Ekki verður mikill vandi að gera það,“ segir þessi hráslagalegi
maður síðan orðrétt.
Þegar kjarnorkuhríðin hefur riðið yfir Danmörku, segir þvínæst í
plagginu, þá verður höfuðverkefni hjálparsveitanna það að hafa uppi á
sérhverjum borgara. „Einginn þarf að kvíða því að honum verði
gleymt,“ stendur orðrétt í plagginu, „jafnvel ekki þeim sem dysjaðir eru
undir hrundum byggíngum. Það mun verða haft uppá þeim, hvort þeii
eru heldur lífs eða liðnir.“ Eða einsog dönsku blöðin orðuðu þetta í út-