Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 110
Umsagnir um bækur r V J Björn Þorsteinsson: íslenzka þjóðveldið Mál og menning, Reykjavík 1953. Um ekkert tímabil í sögu íslendinga hefur jafn mikið verið ritað og þjóð- veldisöldina, tímabilið frá því er landið byggðist og þar til er þjóðin komst und- ir erlent konungsvald. Heimildirnar um þetta tímabil eru miklar að vöxtum, en ekki að sama skapi áreiðanlegar, eink- um að því er snertir fyrri hluta tíma- bilsins, söguöldina sjálfa. Heimildirnar um 10. öldina eru flestar skráðar um það bil þremur öldum eftir að atburð- imir gerðust, og þó að flestar íslend- ingasögur feli í sér sannsögulegan kjama, sem hefur varðveitzt munnlega frá einni kynslóð til annarrar, er enginn vafi á því, að margt og mikið hefur skolazt til á þessum langa tíma, og marg- ar af sögunum hafa mótazt venilega af því umhverfi, sem sagnaritarar 13. ald- ar lifðu og hrærðust í, en þá var margt breytt frá því á söguöld. Hafa jafnvel verið leidd rök að því, að sumir atburð- ir og persónur sagnanna beri að ýmsu leyti svipmót atburða og persóna 13. aldar, er sagnaritararnir þekktu. Sumar fslendingasagnanna að minnsta kosti eru því meir í ætt við sögulega rómana en eiginlega sagnaritun. — Heimildim- ar um síðari hluta 12. aldar og 13. öld- ina eru miklum mun áreiðanlegri, og er þar einkum að nefna Sturlungusafnið og sumar biskupasagnanna. Margt af þessum ritum er skráð af mönnum, sem lifað höfðu þá atburði, er þeir lýsa, þó að talsverðrar hlutdrægni í frásögn gæti þar sums staðar, jafnvel á stöku stað hjá manni eins og Sturlu Þórðarsyni, sem annars hefur verið talinn til fyrirmynd- ar um heiðarleik og óhlutdrægni. Ollum þessum heimildum er það sam- eiginlegt, að þær snúast að langmestu leyti um persónusögu og þá einkum sögu höfðingja og höfðingjaætta. Al- menn þjóðarsaga em þær því alls ekki. Heimildir um atvinnuhætti og lífskjör alþýðu manna em af skornum skammti og finnast í brotum á víð og dreif í frá- sögninni, og er ekki hlaupið að því að raða því brotasilfri og gera úr því heildarmynd. Um önnur eins höfuðat- riði og fólksfjölda á íslandi, gripaeign landsmanna og utanríkisverzlun er margt á huldu og skoðanir skiptar. Áhugi sagnaritara, bæði íslenzkra og útlendra, beindist langt fram eftir 19. öld að langmestu leyti að persónusögu þjóðveldistímans. Þessu olli að verulegu leyti hin nasjónalrómantíska söguskoð- un, sem leit á þetta tímabil sem blóma- skeið hetjuskapar, drenglyndis og hvers konar manndáða. Er sú skoðun að vísu engan veginn útdauð hér á landi enn, hér er enn í dag margt manna, sem líta á sögurnar sem hálfgerð helgirit, og að goðgá sé að beita þær venjulegri histor-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.