Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 48
38 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Cante jondo maður vill skilja skáldskap García Lorca, að hann var eiginlega ekki ljóðskáld og leikritaskáld, heldur ljóðleikskáld og leikljóðskáld. Arið 1922 var García Lorca um skeið í Granada og vann þar í félagi við Manuel de Falla og málarann, Ignacio de Zuloaga, að undirbúningi svonefndrar Cante jondo-hátíðar, sem þeir gengust fyrir í Alhambra. Cante jondo — söngur djúpsins — er nafn á andalúsískum sígaunalögum. Á 15. og 16. öld moraði Anda- lúsía af farandsöngvurum, sem ferðuðust sveit úr sveit og sungu og sömdu (impróvíseruðu) cante jondo við vinsæl þjóðkvæði eða við eigin ljóð. Aðeins örlitlu broti af þessum lögum hefur verið safnað, en mergð þeirra lifir á vörum fólksins. Ljóðin voru venjulega dapurleg og blóð- lituð („Gissur ríður góðum fáki“ gæti efnisins vegna vel verið „cante jondo“-ljóð). Smám saman færðist nafnið yfir á ljóðin líka, varð sam- heiti lags og ljóðs. Á árunum fyrir borgarastyrjöldina rann upp nýtt blómaskeið cante jondo. Förusöngvarar (trúbadúrar) skutu hvarvetna upp kollinum og sungu cante jondo við ljóð nútímaskálda eins og fyrir- rennarar þeirra við miðaldakvæði. García Lorca hafði mikla ást á þess- ari ljóðlist, og mörg af beztu ljóðum sínum yrkir hann í anda hennar. Árið eftir var García Lorca enn um tíma í Granada. Samdi hann þá leikrit, er nefndist „Stúlkan, sem vökvar ilmjurtirnar, og forvitni prins- inn“ (La nina que riega la albahaca y el príncipe preguntón). Þetta var brúðuleikrit, táknleikur í ljóðum eins og „Tálfiðrildið“. Sýndi hann það á brúðuleiksviði fyrir vini sína í Granada. Sjálfur gerði hann leiktjöld- in, en Manuel de Falla valdi við það músík úr verkum Debussy, Ravels o. fl. og aðstoðaði við sýninguna með píanóundirleik. Leikrit þetta var fremur tilraun en fullgert skáldverk, og hefur García Lorca ekki hirt um að halda því til haga fremur en ýmsum öðrum veigaminni verkum sín- um. Það er nú með öllu glatað, og ég hef hvergi rekizt á útdrátt úr efni þess. Næstu árin lét García Lorca lítið sem ekki af sér heyra, en orti sem aldrei fyrr. Þó birtist eftir hann eitt kvæði í tímariti 1926, og er vert að geta þess sérstak- lega, þótt ekki sé neina vegna þess, hve gjörólíkt það er öllu öðru, sem hann hafði í deiglunni um þessar mundir. Kvæði þetta hét „Óður til Salvadors Dalí“ (Oda a Salvador Dalí). Salvador Dalí er spænskur málari ættaður frá Katalóníu. Hann dvald- Óður til Salvadors Dalí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.