Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 80
70 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann æpir í hverri stormhviöu, glottir ógnandi upp úr hálflokaðri kjötdós og hlær af storkun innan úr hinum, sem enn eru lokaðar. Brauðið og smjörlíkið, jafnvel málningin — það elur allt á þeim sára sting. Unz listamaðurinn fær æði. Hann grípur hníf, sker þykka brauð- sneið, nuggar einu horni hennar utan í smjörlíkisstykkið og gleypir hana hálfa. Hann lemur kjötdós ofan á rúmstólpann af alefli, svo að hún hrekkur upp, krafsar úr henni gómsæta munnfylli með dofnum fingrum; brjálaður maður. Þarna svelgir hann á andartaki allan þann mat, sem átti að nægja honum í viku, eða þangað til hann kæmist með mjólkurbílnum til þess að verða sér úti um meira. En vitfirringin hefur gripið hann. Hann rótar öllu til, sem fyrir honum verður í myrkrinu, fellir um koll nýja listaverkið sitt, stappar niður fætinum til þess eins að hræða músarangann og ógna þeim myrkraöflum, sem eru honum óvinveitt og vilja hann dauðan. (Listamaðurinn á Stormssveipsstöð- um! Þeir sögðu fyrir sunnan, að hann myndi áreiðanlega ekki þola það til lengdar að vera urn kyrrt á slíkum stað. Þeir vantreystu honum alltaf, höfðu lengstaf haft horn í síðu hans. Enda flýði hann þá, flýði upp í óbyggðir undan þeim; öllum. Þegar hann fór sögðu þeir, að hann myndi annað hvort yfirgefa bæinn og leggja á flótta, ellegar drepa sig — eins og sumir ábúendurnir hefðu gert). Hann hamast, rótar til og rekur upp dýrsleg vein. Svo finnur hann ekki verkinn lengur, og æði hans er nú varla í þeim tilgangi gert að vinna bug á hungri. Hann þarf aðeins að fá útrás. Hann er búinn að þreyja einn óhugnanlega lengi. Hann hefur alltaf verið einn, síðan hann gjörðist málari — og aldrei jafn einmana og hér á þessum stað. Hann og músin. En hvað er nú orðið af músinni? Nú sést hún ekki! Nú er bezt hún éti! Loksins fær hún tækifæri til að kýla vömbina! Hann rek- ur upp rosahlátur. En svo finnst honum, að það sé í rauninni ekki hann einn, sem hlær, heldur séu það tveir — eða fleiri. Og hann grípur fastataki í rúmstólpa til þess að kæfa hlátur sinn. En það var víst eng- inn að hlæja annar en hann; nei; engum öðrum til að dreifa. Og þegar hláturshviðan er liðin hjá, þá rennur af honum æðið. Hann sezt. Og honum er óðar ljóst, að hann er nú að heita má matarlaus; eldurinn dauður. Ekki hafði maðurinn þó farið hingað til þess að veslast upp. Hann var ekki að fremja sjálfsmorð. Hann hræddist dauð- ann. Hann hafði setzt hér að til að lifa — um aldur og ævi. Hann er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.