Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 94
84 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR legt af því að t. d. „mjúkur mosi“ og „milt stjörnuskin“ vekja með okkur angurværar tilfinningar. En ef við ætlum að skilja línur Steins á sama hátt, kveður við annan tón. Við höfum aldrei séð þögnina renna eins og ryðbrunnið myrkur. Hvorki þögn né myrkur eru hugtök, sem við erum almennt vön að hugsa okkur á hreyfingu. Og við höfum heldur ekki orðið vör við, að myrkrið væri ryðbrunnið. A svipaÖan hátt mætti bera saman skoðanir manna á málaralist. Hversu algengt er ekki að heyra spurt: Af hverju á þetta nú að vera? Dæmi um það, hversu rækilega heföin hefur barið inn í þjóðina, að málverk eigi að vera eftirlíking af einhverju öðru. Mælikvarði hefðar- innar er lagður á það, sem er komið langt fjarri henni. Hugsanlegt er að leggja megi hvaða reglu sem er til grundvallar Ijóð- list, myndlist og hljómlist. Enginn getur sagt um, hvað er eilíflega rétt. Hitt er annað mál, að menningarhefðin er alltaf blind á öðru auga og nærsýn á hinu. Tryggð menningarinnar við stefnu sína á sér því dýpri rætur en stoltið. Auðveldara er að halda áfram að lifa eins og maður hefur gert en að taka upp nýja háttu. Margir skilja einnig menninguna sem sam- nefni hefðarinnar. Og þegar talað er um skyldu einstaklingsins við menningu sína, skilja flestir það svo, að þeir eigi að varðveita arfleifð- ina frá glötun. ísland er opið land. íslenzk menning hefur hins vegar þróazt í tals- verðri einangrun; mörg sérkenna hennar má vafalaust rekja til þeirrar staðreyndar. Opið land. — Lokuð menning. Þannig birtast andstæður, sem eflaust eiga sök margra þeirra meina, sem áhyggjum valda. Hvers vegna flýja unglingar og jafnvel fullorðið fólk á náðir hins forheimskandi amerí- kanisma? Er það ekki vegna þess að hún er of lokuö inni í sjálfri sér og óh'fræn? Hið geigvænlega los og menningarleysi, sem flæðir yfir taLverðan hluta íslenzku þjóðarinnar, er ljóst dæmi um þau örþrifa- ráð. sem menn grípa til, þegar vitund þeirra um eðli og orsakir mein- semdanna sefur. I upphafi þessa greinarkorns vörpuðum við fram spurningu á þessa leið: Er ástæða til að óttast um afdrif íslenzkrar menningar? í því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.