Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 5
Byggingarsjóður Máls og menningar Vikið skal hér örfáum orðum að því áhugamáli sem efst er á baugi hjá stjórn og félagsráði Máls og menningar. Við höfum áður skýrt felagsmönnum frá hlutafélaginu Vegamótum sem nokkrir vinir Máls og meningar stojnuðu fyrir tveim árum í þeim tilgangi að tryggja Máli og menningu framtíðar starfsheimili og sérílagi stað fyrir bóka- búð sína við aðalgötu í höfuðstaðnum. Hlutafélaginu tókst að festa kaup á eigninni Laugaveg 18, einum bezta stað í miðbœnum, en þar standa ónothœf gömul hús. Til þess að staðurinn komi að gagni verður að reisa nýja bygg- ingu, og draumur þeirra sem stofnuðu Vegamót og stjórnar Máls og menning- ar er að sjá hana jullgerða á tuttugu ára afmœli félagsins 1957. Nú fœrist óðum nœr þessu afmœli og væri því nauðsynlegt að hefja bygg- ingarframkvœmdir strax á þessu ári, ef húsið á að komast upp í tœka tíð. Bygg- ingarnefnd og bœjarráð hafa gert samþykkt um skipulagið og teikning er til- búin, fjárfestingarleyfi reyndar ófengið en hlýtur að verða veitt, þar sem þetta er þriðja árið sem umsókn er gerð og byggingar rísa hver af annarri við Laugaveginn, ein jafnvel á lóð áfastri við Laugaveg 18. Því verður ekki trúað að Vegamót verði lengur höfð útundan. Þar sem allt kapp verður lagt á að hefja framkvœmdir í ár er nauðsynlegt fyrir Vegamót og Mál og menningu að hafa fé til taks til að koma byggingunni af stað. Félagsfundur í Vegamótum hejur samþykkt beiðni til allra hluthafa að þeir leggi fram í lánum til 10 ára upphæð til jafns við þá sem hver hefur lagt fram í hlutafé, og hefur sú tillaga fengið góðar undirtektir. Eftir er þá hlutur Máls og menningar að láta ekki sitt eftir liggja. Félagið kappkostar með sölu skuldabréja að eignast allt að þriðjungi hlutafjárins í Vegamótum, og þyrfli nú að geta lagt fram a. m. k. samsvarandi upphœð í byggingarkostnað. Þegar litið er á hvað þeir 160 vinir Máls og menningar sem Vegamót stofnuðu hafa lagt mikið af mörkum, treystir Mál og menning því að þúsundir annarra af félagsmönnum vilji einnig leggja sinn skerf í þá afmœlisgjöf sem Mál og menning getur bezt hlotnazt: að fá vegleg húsakynni til frambúðar undir starfsemi sína, en þau mundu um leið skapa jélaginu miklu öruggari fjárhagsgrundvöll. Þesgu tímaritshefti fylgir boðsbréf frá stjórn Máls og menningar til félags- 115

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.