Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 9
KRISTINN E. ANDRÉSSON
Mótmæli almennings gegn undirbúningi
kjarnorkustyrjaldar
T engum alþjóðasamtökum ber íslending-
um meiri nauðsyn til sem stendur að
vera virkir þátttakendur en í Heimsfriðar-
hreyfingunni. Ekki aðeins þjóðin sem heild
heldur hver og einn íslendingur á líf sitt
undir því að ekki komi til heimsstyrjaldar
með þeim vopnum sem áreiðanlega verður
beitt, þ. e. kjarnorkuvopnum.
Samþykkt Atlantshafsráðsins
Illu heilli hafa íslenzk stjórnarvöld leigt
landið undir bandarískar herstöðvar, reistar
til höfuðs alþýðu í Evrópu og til undirbún-
ings nýrri styrjöld. Illu heilli gerðust íslend-
ingar aðilar að Atlantshafsbandalaginu,
samsæri auðvaldsins gegn heimsalþýðunni.
Af því leiddi hernám landsins og hvert
hættuskrefið af öðru. Hræðilegust ábyrgð,
sem ríkisstjórn íslands hefur tekið á sig til
þessa, er þó fólgin í því að hafa á ráðsfundi
Atlantshafsbandalagsins í París 18. des. sJ.
greitt atkvæði með undirbúningi kjarnorku-
styrjaldar og á sama fundi, eins og vel var
til fallið, með endurhervæðingu nazismans
t Vesturþýzkalandi.
Yfirlýsingar nm undirbúning
kjarnorkustríðs
Til sönnunar því að ekkert hik sé á undir-
búningi kjarnorkustyrjaldar eru fjölmargar
yfirlýsingar hershöfðingja og stjómmála-
manna Atlantshafsbandalagsins. Henri
Spaak, utanríkisráðherra Belgíu, sagði við
fréttamenn þegar hann kom af fundi ráðs-
ins: „Þessi ákvörðun (að beita kjarnorku-
vopnum) er í fullu samræmi við óskir hem-
aðaryfirvalda, og heimilar þeim að búa sig
undir kjamorkustríð.“ John Foster Dulles
sagði á blaðamannafundi 21. des. að „Norð-
uratlantshafsráðið hefði lagt fyrir stjórn-
endur bandalagsherjanna að gera áætlanir
sínar og undirbúningsráðstafanir á þeim
forsendum að kjarnorku- og vetnisvopnum
yrði beitt.“ Þá er Montgomery marskálkur
ekki myrkur í máli: „Ég vil taka það skýrt
fram að innan yfirherstjórnar Atlantshafs-
bandalagsins miðum vér allan hernaðar-
undirbúning vorn við það að verjast með
kjamorku- og vetnisvopnum. Það þarf ekki
framar að taka svo til orða, að „þau kunni
að verða notuð", heldur ákveðið og afdrátt-
arlaust: „Þau verða notuð — ef á oss verð-
ur ráðizt." Og loks skulu tekin upp þessi
orð úr grein um ákvörðun Atlantshafsráðs-
119