Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 10
TIMARIT MALS OG MENNINGAR ins í U. S. Neuis and World Report: „Kjarn- orku- og vetnisvopnum verður beitt í kom- andi stríði. Ameríski herinn mun ekki af- sala sér neinskonar athafnafrelsi að því er varðar beitingu þessara vopna frá stöðvum í þessu landi eða frá flugvélaskipum. — Vér munum leita álits bandamanna vorra áður en gripið verður til kjarnorkuvopna, cn því aðeins að tími vinnist til. Og þeim verður ekki fengið neitunarvald til að hindra beit- ingu nýrra vopna.“ Ógnir kjarnorkustyrjaldor Enginn er sá sem hafi ímyndunarafl til að sjá fyrir þá eyðing og ómælanlega þjáning sem hlytist af kjarnorkustyrjöld. Sprengju- árásin á Hírósima 5. ágúst 1945 kostaði yfir 200 þúsundir japana lífiff, og þykir orðið smávægilegt vopn í samanburði við þau sem nú eru framleidd. Afleiðingarnar eru ekki síður hræðilegar. Af 30.150 börnum sem fæðzt hafa í Nagasaki, síðan sprengjuárásin var gerð, eru 4.282 vansköpuð — eða sjö- unda hvert bam. Tilraunirnar einar með vetnissprengjur eru af ýmsum fremstu vís- indamönnum taldar stórhættulegar kom- andi kynslóðum. Albert Einstein segir: „Vér getum ekki hætt að vara menn við án afláts og hvað eftir annað; vér getum ekki slegið slöku við tilraunir vorar aff fá þjóðir heimsins og framar öllu ríkisstjórnir þeirra til að gera sér grein fyrir þeirri óumræði- legu ógæfu sem þær munu vissulega kalla yfir sig, ef þær breyta ekki afstöðu sinni hver til annarrar og viðhorfi sínu til fram- tíðarinnar.“ Engu að síður telja herfor- ingjaráðin fram með köldum útreikningi þær miljónir er svo og svo margar kjarn- orku- og vetnissprengjur geti tortímt á nokkmm stundarfjórðungum og rnerkja við á landabréfum þær borgir sem fyrstar skulu lagðar í auðn. Samábyrgð ríkisstjórnar íslands Ut í þetta glæfralega ævintýri sem stofn- ar í tvísýnu lífi heilla þjóða er nú stefnt fullum fetum. Samþykkt Atlantshafsráðsins er þar örlagarík ákvörðun, og er þyngri harmur og smán en orð fái lýst að ríkis- stjórn Islands skuli eiga hlutdeild að slíkri samþykkt og gerast með því samábyrg um beitingu kjarnorkuvopna í næstu styrjöld. íslendingar skulu ekki telja sér trú um að almenningur í Evrópu taki ekki eftir því hverjir standa að undirbúningi þess glæps gagnvart mannkyninu sem kjamorkustyrj- öld er, eða liægt sé að undirrita samþykkt um slíkt refsilaust í algeru kæruleysi og án umhugsunar, líkt og skrifa á víxil fyrir kunningja sinn. Vera má að það mildi þetta afbrot að íslenzk stjórnarvöld séu talin ósjálfráð gerða sinna, liafi enga sjálfstæða utanríkisstefnu en hlýði í blindni því sem Bandaríkin skipa fyrir, en smánin er ekki minni fyrir það. Og hún er einnig blandin beiskri háðung, þar sem í aðra röndina er hlálegt að íslendingar, vopnlaus þjóð er tel- ur aðeins 150 þúsundir, skuli standa að samþykkt með stærstu herveldum og láta nota sig sem fullgilt atkvæði um undirbún- ing heimsstyrjaldar og beitingu múgmorðs- vopna í þeirri styrjöld. Skylda þjóðarinnar En þeim mun brýnni er siðferðisskylda íslenzku þjóðarinnar, alþýðu þessa lands, hins óbreytta þjóðarþegns sem ætlað er að týna lífinu í fyrirhugaðri styrjöld, að láta af því vita frammi fyrir heiminum að hann sé ósamþykkur þessum aðgerðum, það sé ekki að hans vilja né með hans samþykki að undirbúið sé kjamorkustríð, kjarnorkuvopn framleidd og birgðum þeirra staflað upp. 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.