Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Qupperneq 11
MÓTMÆLI GEGN KJARNORKUSTYRJ ÖLD VígbúnaSarkapp leiðir til styrjaldar Menn skyldu ekki loka augunum fyrir því, að kjarnorkustyrjöld vofir nú yfir og verður ekki hindruð nema nógu víðtæk mótmæli almennings um heim allan komi, áður en verður um seinan, viti fyrir þær ríkisstjórnir sem kjarnorkuvopn hafa undir höndum. Þeir sem eru áfjáðastir í vopna- vald og styrjöld reyna að telja almenningi trú um að hamslaus hervæðing og stríðs- undirbúningur stuðli að varðveizlu friðar- ins, og smápeðin í Atlantshafsráðinu taka undir þessa augljósu fjarstæðu sér til afsök- unar eða til að berja í bresti slæmrar sam- vizku. Svo langt ganga öfugmælin að talið er til eflingar friði að endurvígbúa þýzku hernaðarstefnuna og fá gömlum hershöfð- ingjum Hitlers, fullum af hefnigimi eftir ófarir síðustu styrjaldar, kjarnorkuvopn í hendur. Jafnvel vetnissprengjan, vopn ein- göngu til múgmorða, er básúnuð sem „frið- arvopn“, en hótað í sama orði að beita henni í styrjöld. Viðkvæðið er reyndar allt- af: í vamarskyni; ef á oss verður ráðizt. En í sömu andrá er sú kenning boðuð, að í kjarnorkustyrjöld sé eina vörnin að verða fyrri til árásar!! Og þar með er öllu ljóstr- að upp. Kjarnorkuvopn eru í eðli sínu árás- arvopn. Margir segja í hugsunarleysi: vetn- issprengja er svo ægileg að enginn þorir að kasta henni. Staðreynd er hins vegar: hers- höfðingjar jafnt sem ríkisleiðtogar hafa opinskátt í hótunum að beita henni í næstu styrjöld. Ennfremur: kjarnorkusprengjum hefur verið varpað á friðsamar borgir í Japan. Og yfirlýst er að kjarnorkusprengj- um hefði verið beitt í Kóreustríðinu, eins og margsinnis var hótað, ef Bandaríkja- stjórn hefði ekki séð sitt óvænna vegna und- irskrifta Stokkhólmsávarpsins, þeirra 500 miljóna sem heimtuðu bann við kjarnorku- vopnum og kröfðust refsinga gegn hverri þeirri ríkisstjórn sem yrði fyrst til að beita slíkum vopnum. Hverjum manni má vera augljós sannleikur að vígbúnaðarkapp leið- ir til ófriðar, og að vopn eru til þess fram- leidd að þeim sé beitt ef til styrjaldar kem- ur, án hlífðar, án undandráttar; og því skæðari, því betri vopn. Samkomulag um afvopnun í stað vígbúnaðar og hótana Hið eina sem hindrað getur kjarnorku- stríð er samkoraulag stórveldanna um af- vopnun, um bann við kjarnorkuvopnum og stöðvun nú þegar á framleiðslu þeirra. Og leiðin til að knýja fram slíkt samkomulag er nógu almennar og einbeittar kröfur fólks- ins í heiminum, nógu víðtækt starf allra sem vilja frið, nógu öflug samtök almenn- ings í hverju landi, sem geri hverri ríkis- stjórn, sem undirbýr stríð og með vopnum ógnar, heyrum kunnugt: vér, alþýða heims- ins, höfum auga á gerðum ykkar, vér for- dæmum stríðsundirbúning ykkar, vér heimt- um af ykkur samkomulag, friðargerð, bann við framleiðslu á kjamorku- og vetnis- sprengjum, afvopnun í stað aukins vígbún- aðar. Með nógu öflugum mótmælum geta þjóðirnar hindrað kjarnorkustríð Þeir sem forystu hafa í Heimsfriðarhrevf- ingunni, en forseti hennar er vísindamaður- inn Frédéric Joliot-Curie, hafa bjargfast traust á því að með því að reisa nógu sterkt almenningsálit í heiminum gegn undirbún- ingi kjarnorkustyrjaldar sé hægt að koma í veg fyrir hana. Þeir benda á að friðaröflun- um hefur hingað til tekizt að hindra þriðju heimsstyrjöldina. Það tókst að koma á friði í Kóreu áður en styrjöldin þar breiddist víðar út. Það heppnaðist að semja vopnahlé í Indó-Kína þrátt fyrir tilraunir Bandaríkj- 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.