Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 13
MÓTMÆLI GEGN KJARNORKUSTYRJÖLD
Ávarp gegn undirbúningi kjarnorkustyrjaldar
YMSAR ríkisstjórnir undirbúa nú kjarnorkustyrjöld. Þœr leitast við að
sannjœra almenning um að hún sé óhjákvœmileg.
Beiting kjarnorkuvopna myndi leiða af sér allsherjareyðingu í styrjöld.
Vér lýsum yjir því, að hver sú ríkisstjórn, sem byrjar kjarnorkustyrjöld,
hlýtur að fyrirgera trausti þjóðar sinnar og kalla yjir sig fordœmingu allra
annarra þjóða.
Vér munum nú og framvegis standa í gegn þeim, sem undirbúa kjarnorku-
stríð.
Vér krefjumst þess að birgðir kjarnorkuvopna í öllum löndum verði eyði-
lagðar og framleiðsla þeirra nú þegar stöðvuð.
Vín, 19. janúar 1955.
sem um þessi mál hugsar. Sýnilegt er þegar,
að geysileg þátttaka ætlar að verða í hinni
nýju undirskriftasöfnun. I marzlok höfðu
nær 500 miljónir undirritað Vínarávarpið,
eða jafn margir og undirrituðu Stokkhólms-
ávarpið, og það áður en jafn fjölmenn lönd
sem Indland og Sovétríkin hófu söfnun
undirskrifta hjá sér. Fullyrða má að þessi
tala eigi eftir að tvöfaldast ef friðaröfl allra
þjóða leggjast á eitt, og megi þá rætast er
segir í ályktun Vínarfundarins 14. marz, að
þjóðum heimsins takist „að láta vilja sinn í
þessu efni svo skýrt í Ijós, að engin ríkis-
stjórn dirfist að ganga þar í gegn“.
Yfirlýsing um friðarvilja íslendinga
fslendingar eiga vegna aðstöðu sinnar og
fámennis meira í hættu en flestar þjóðir
aðrar, ef til kjamorkustyrjaldar kemur.
Þjóðin öll er í voða, þó að ekki félli hér
nema ein vetnissprengja, og herstöðvar
Bandaríkjanna bjóða hættunni heim. ís-
lendingum ber því öllum þjóðum framar
jafnt siðferðileg skylda sem lífsnauðsyn til
að láta rödd sína heyrast gegn undirbúningi
kjarnorkustriðs og styðja af góðum hug,
hvar sem menn standa í flokki, undirskrifta-
söfnun þá að Vínarávarpinu sem nú er
gengizt fyrir í hverju landi heims. fslend-
ingum er hér lagt tækifæri upp í hendur til
að friðþægja fyrir afglöp stjómarvalda
sinna og sýna alþýðu heimsins í verki með
undirskrift sinni að þjóðin sjálf þrái frið.
íslenzka friðarnefndin hefur ákveðið að
hefja undirskriftasöfnun um allt land. Við
skorum á hvem góðviljaðan hugsandi ís-
lending að ljá þessari söfnun lið, rita ekki
aðeins sjálfur undir ávarpið, heldur hvetja
og aðra til þess og hjálpa til við undir-
skriftasöfnunina.
123