Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 14
Ályktanir miðstjórnar Heimsfriðarráðsins á fundi
í Vínarborg 11.—14. marz 1955
Um heimsfriðarþing
Bráð' liætta af kjarnorkustyrjöld vofir nú yfir öllum löndum jarðar, yfir hverju heimili
og hverjum einstaklingi, körlum, konum og börnum.
I stað Jjess að kjarnorkan sé tekin í þjónustu mannkynsins er hrúgað upp birgðum hræði-
legustu vopna. f stað þess að þjóðirnar afvopnist eru ný hernaðarbandalög sett á laggimar.
Og í stað samninga og samkomulags koma hótanir og hatursáróður.
En hótanir og valdbeiting leiða til stríðs en ekki friðar.
Endurvopnun Þýzkalands, Taivan — eða Formósu — viðsjárnar og íhlutun í sjálfstæðis-
mál þjóða margfalda nú sundurþykki og ótta um allan heim. Ef mannkvnið heldur lengra
áfram á þessari braut, verður ekkert öryggi neins staðar.
Mannkynið mun ekki láta viðgangast að þessu fari lengur fram. Samvizka þess rís upp
gegn hugmyndinni um tortímingu kjamorkustyrjaldar.
Með öllu Jjví afli sem lífsnauðsyn krefur verða þjóðir heimsins að fylgja fram kröfunni
um að kjarnorkuvopn verði eyðilögð, kröfunni um allsherjar afvopnun, um öryggi allra og
virðingu fyrir sjálfstæði og rétti hverrar þjóðar.
í þessum anda og í þessum tilgangi hefur Heimsfriðarráðið boðið friðarsinnum frá öll-
urn löndurn jarðar til heimsþings í Ifelsinki 22. maí 1955 til frjálsra umræðna um aðkall-
andi ráðstafanir til verndar alheimsfriði.
Um almenna viljayfirlýsingu meS undirskriftum
Samvizka allra þeirra manna sem skelfast horfurnar á gjöreyðingarstyrjöld er nú vakin
um gjörvöll lönd af ávarpi Heimsfriðarráðsins, þar sem þess er krafizt að kjamorkuvopn
séu eyðilögð og framleiðsla þeirra stöðvuð. Með því er komið til móts við óskir þeirra, sem
hafa bjargfasta trú á því að þjóðirnar geti komið í veg fyrir tortímingu í kjarnorkustríði.
Vér óskum gengis hinum fjölmörgu samtökum og áhrifamönnum og hverjum þeim raun-
ar, sem rís á einn eða annan hátt gegn undirbúningi að kjarnorkustyrjöld.
Hættan á kjarnorkustyrjöld hefur nú stórum aukizt. Forráðamenn þjóða hóta því opin-
skátt að beita kjarnorkuvopnum. Ríkisstjórnir, sem hafa ekki ennþá yfir þessum tortím-
ingartækjum að ráða hafa ýmist ákveðið að framleiða þau eða velta því nú fyrir sér. Reynt
nr að réttlæta það að þessum hræðilegu vopnum sé beitt og fá menn til að líta svo á að
þau séu trygging fyrir friði, enda þótt þau auki stórum árásarhættuna og geti ekki búið
mannkyninu annað en dauða og tortímingu.
I viljayfirlýsingu með almennum undirskriftum getur fordæming heimsins á kjarnorku-
vopnum birzt með þeim hætti, að allar ríkisstjórnir, sem hafa þau vopn undir höndum,
hljóti að fallast á að þeim verði útrýmt undir ströngu eftirliti, en slíkt samkomulag yrði
hið mikilvægasta skref til allsherjar afvopnunar.
Það er þjóðum heimsins í sjálfsvald sett af láta vilja sinn í þessu efni svo skýrt í ljós, að
engin ríkisstjórn dirfist að ganga þar í gegn.
124