Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Page 17
SVÖR VIÐ SPURNINGUM 2. Þessari spurningu verður aðeins svarað þann veg, að einkis megi láta ófreistað til að koma í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Óhætt mun að full- yrða að það sé ein af meginforsendunum fyrir viðhaldi mannlegra samfélaga á hnetti vorum og menningarlegri þróun þeirra, að ægiafli kjarnorkunnar verði ekki framar beitt í hernaði. Það er lífsnauðsyn að hindra slíka misbeit- ingu orku. Hugsanlegt er að jafnvel „tilraunir“ með kjarnorkuvopn geti valdið neikvæðum lífeðlislegum breytingum eða vansköpun. í kjarnorkusprengjum er falinn ógnþrunginn dauðaeldur, sem einnig getur orðið mikill þjáninga- valdur þeim, sem komast lífs af í jöðrum bálsins og jafnvel niðjum þeirra. 3. Já. Þorbjörn Sigurgeirsson, eðlisfrœðingur: 1. Ef til heimsstyrjaldar kemur, þar sem kjarnorkusprengjur eru aðalvopn- in, er menningu alls mannkynsins vissulega mikil hætta búin, og með óvægi- legri beitingu þessara vopna má vel vera að mannkynið yrði sært til ólífis og liði undir lok hér á jörðinni. Allt virðist benda til þess að Islendingum væri mikil hætta búin í slíkum átökum. Sé gert ráð fyrir að hér yrði öflug og áhrifamikil herstöð má búast við að mikið kapp yrði lagt á að eyðileggja hana og líklegt er að slíkir staðir yrðu öðrum fremur fyrir kjarnorkusprengjum. Þó ekki væri kastað nema einni kjarnorkusprengju á Keflavíkurflugvöll væri mikill hluti þjóðarinnar í bráðri hættu. Ef um úraníum- eða plútoníum- sprengju væri að ræða yrðu varla miklar beinar skemmdir á mannvirkjum í Reykjavík. Vetnissprengja gæti hinsvegar valdið miklum skemmdum, þar sem vetnissprengja á stærð við þá, sem reynd var yfir Kyrrahafi fyrir rúmu ári, er talin valda algerri eyðileggingu mannvirkja innan 10—20 km. fjarlægðar frá sprengjustaðnum. Hætta af völdum geislunar væri mikil í báðum tilfellum, þó einkum ef um vetnissprengju væri að ræða. Telja má að enginn hluti landsins væri óhultur fyrir geislunarhættu ef vindar og veður væri þannig, að mikið af hinum geislavirku efnum féllu til jarðar áður en þau næðu að dreifast í gufuhvolfinu. 2. Af því, sem áður var sagt, er ljóst og ég tel það höfuðnauðsyn fyrir á- framhaldandi menningarlífi mannkynsins, að komið verði í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Ef styrjöld verður og kjarnorkuvopnum er beitt, þó ekki sé nema í smáum stíl í fyrstu, má búast við því að notkun þeirra aukist stig af stigi með gagnkvæmum hefndarráðstöfunum. Lokaþátturinn í slíkum átökum 127

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.