Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Síða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeim í hernaði. Full ástæða virðist til þess að þegnar hvers ríkis, þar sem skoð- anir einstaklingsins eru einhvers metnar, þar á meðal þegnar íslenzka lýðveld- isins, geri þá kröfu til ríkisstjórnar sinnar, að hún beiti ekki kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, og að hún taki ekki þátt í neinu því bandalagi þjóða í milli, sem hótar að beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði. Það virðist vera orðið tímabært að hver þjóð geri upp við sig, hvort hún ætlar sér að verða virkur aðili í kjarnorkustyrjöld ef stórveldunum lendir saman. Skammsýnir stjórn- málamenn og þröngsýnir hershöfðingjar hafa undanfarið unnið að því að grafa undan því, sem kalla mætti almennt siðgæði í kjarnorkumálum. Ef slíkir menn eru látnir einráðir getur orðið voði á ferðum. Finnbogi Rútur Valdimarsson, alþingismaður: 1. Síðan aðild íslands að Atlanzhafsbandalaginu var ákveðin, 30. marz 1949, og hernám Bandaríkjanna kom til framkvæmda vorið 1951, hefur öll hernaðaraðstaða í heiminum gerbreytzt, og þar með aðstaða íslands, ef til styrjaldar kæmi. Islendingum er nú ekki meiri nauðsyn á neinu en að gera sér fulla grein fyrir þessari staðreynd. Valdamenn þjóðarinnar virðast annaðhvort ekki hafa gert það, eða þeir vilja fela sannleikann um þetta fyrir þjóðinni. Nóg vitni má þó leiða þessu til sönnunar, sem þeir munu ekki dirfast að rengja, þ. á. m. nokkra valdamestu stjórnmálamenn og hershöfðingja vestrænna þjóða, hernaðarsér- fræðinga og kjarnorkuvísindamenn. Hér verður þó eitt slíkt vitni að nægja: Þegar Winston Churchill kom heim úr för sinni til Bandarikjanna á s.I. suinri, sagði hann m. a. í ræðu í brezka þinginu: „Hinar gífurlegu breytingar, sem orðið hafa á allri hernaðaraðstöðu í heiminum, valda því, að hugmyndir, sem voru byggðar á traustum grunni og studdar óyggjandi rökum fyrir einu ári, eru nú orðnar gersamlega úreltar.“ Það eru kjarnorkuvopnin, en þó framar öllu vetnissprengjan, sem þannig hefur gerbreytt allri hernaðaraðstöðu í heiminum. í höndum tveggja mestu stórvelda heimsins hvors um sig eru nú kjarnorkusprengjur og skeyti í þús- undatali, frá „minnstu" fallbyssukúlu, sem ein nægir til að leggja 100 þúsund manna borg í eyði, til stærstu fjarstýrðra skeyta og sprengja, sem megna að þurrka út allt líf í milljónaborgum. Hverri kjarnorkusprengju er nú hægt að breyta í vetnissprengju með tiltölulega litlum kostnaði, en þúsundfalda þó um leið eyðingarmátt hennar. Það eru þessar tæknilegu „framfarir“, sem hafa á skömmum tíma gert allar 130
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.